Er barnið mitt gerandi í einelti? Sindri Viborg skrifar 7. nóvember 2022 07:31 Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar