Lífið

Stjörnulífið: Airwaves, glamúr og ný tónlist

Elísabet Hanna skrifar
Stjörnulífið er liður á Lífinu á Vísi þar sem farið er yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera síðustu daga.
Stjörnulífið er liður á Lífinu á Vísi þar sem farið er yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera síðustu daga. Skjáskot/Instagram

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram um helgina og var uppselt á viðburðinn. Listamenn skemmtu gestum sem dönsuðu fram á rauða nótt. 

Rapparinn Emmsjé Gauti kom fram á fimmtándu Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sinni.

Reykjavíkurdætur settu allt sitt í framkomuna á Airwaves og eru þakklátar fyrir allt og alla í kringum sig.

Söngkonan Bríet var að leita sé að koffíni fyrir sína framkomu á Airwaves og var með smá valkvíða.

Crossfit stjarnan Annie Mist spurði sjálfa sig „Ætla að ég láta þessa bláókunnugu konu láta mér líða illa með sjálfa mig?“ eftir að hún var spurð hvort að hún væri ólétt. 

Ertu ófrísk? Nei, ég er bara með bil á milli kviðvöðva (abdominal separation),“ skrifaði Anníe Mist einnig þegar hún lýsti atvikinu á samfélagsmiðli sínum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands hittust.

Leikarinn Gísli Örn upplifði epískt sólsetur með vinum sínum.

Förðunarfræðingurinn Heiður Ósk var með Masterclass Reykjavík Makeup School & Lancôme. „Ég setti imposter syndromið mitt til hliðar og sýndi Holiday Glam förðun fyrir smekkfullu húsi,“ segir hún um viðburðinn.

Söngkonan Birgitta Haukdal gefur út nýtt lag á morgun.

Raunveruleikastjarnan Birgitta Líf er í þrítugs afmælisferð á Bali.

Leikkonan Íris Tanja og tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir trúlofuðu sig á dögunum og eru alsælar með fallega lífið sitt.

Söngkonan Jóhanna Guðrún er spennt að taka þátt í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Chicago.

Söngkonan Gugusar kom fram á Iceland Airwaves.

Söngvarinn Júlí Heiðar er alsæll með Grease ferlið og á föstudaginn var hann einnig að gefa út lagið Hærra.

Athafnakonan Elísabet Gunnarsdóttir er búin að hafa yngsta barnið sitt í fanginu í mánuð.

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir í faðmi ástarinnar, Lexa Blaze, á Airwaves.

Athafnakonan Ása Reginsdóttir er hamingjusöm með góða uppskeru í ár á ökrunum sínum.

Rithöfundurinn Beggi Ólafs er mættur á klakann og beint í sjóinn.

Raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir heilsar fylgjendum sínum.

Athafnakonan Camilla Rut er ekki hrædd við að taka áhættu í lífinu en hún hætti sér út í hvítu frá toppi til táar.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Motherns fagnar sýningu 130 af Níu líf.

Athafnakonan Tanja Ýr er háð því að ferðast.

Gummi Kíró segir bomber jakkana verða að vera í skápnum í haust.

Söngkonan GDRN glæsileg með fléttur.

Söngvarinn Friðrik Ómar er kominn í jólagírinn.

Listakonan Saga Sig og listamaðurinn Vilhelm Anton Jonsson eiga von á barni saman og birti Saga þessa fallegu mynd í tilefni þess.

Trausti Haraldsson lagahöfundur frá Akureyri fagnaði fimmtugsafmæli á laugardaginn með heljarinnar veislu í Cava-salnum í Ártúnsholtinu. Trausti hefur samið nokkra af helstu slögurum Páls Óskars, þar á meðal Minn hinsti dans sem fór í Eurovision. Páll Óskar tók sín helstu lög í partýinu við afar góðar undirtektir.

Trausti var á sínum tíma í teknóbandinu Fantasíu frá Akureyri en söngvari bandsins var Selma Björnsdóttir. Selma söng í partýinu og sagði frá því þegar Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tengdi Selmu saman því strákana að norðan vantaði söngkonu. Hljómsveitin tók lagið í fyrsta sinn í aldarfjórðung.

Þá söng Margrét Eir lagið Til botns sem Trausti samdi í Landslagið á Stöð 2 árið 1992. Því til viðbótar má nefna að Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson leikstjóri sýndu stórskemmtilegt myndband í afmælinu þar sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, tóku þátt í góðu sprelli.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Hrekkjavaka, Grease og gleði

Gerviblóð, dýraeyru og Íslendingar klæddir sem Hollywood stjörnur einkenndu hrekkjavöku helgina sem var að líða. Grease tónleikarnir fóru loksins fram í Laugardalshöllinni eftir að tilkynnt var um þá árið 2020.

Stjörnulífið: Góðverk, þrítugsafmæli og Plóma

Brúðkaup og barneignir voru áberandi á samfélagsmiðlum en glæsilegt þrítugsafmæli yfirtók Instagram í miðri vikunni sem leið. Þar voru nokkrar af stærstu samfélagsmiðlastjörnum Íslands samankomnar. Miðillinn hefur einnig verið nýttur til góðs og fór af stað söfnun í Asíu.

Stjörnulífið: Árshátíðir, ofurhlaup og bleiki dagurinn

Árshátíðir voru áberandi um helgina þar sem einstaklingar voru mættir í sínu fínasta pússi að fagna saman. Bakgarðshlaupið átti hug og hjörtu margra þar sem hlauparar kepptust um að standa einir eftir. Hinn árlegi bleiki dagur fór fram í vikunni og var samstaðan gríðarleg. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.