Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2022 14:07 Yevgeny Prigozhin árið 2016. Getty/Mikhail Svetlov Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. „Við höfum haft afskipti [af kosningum í Bandaríkjunum], höfum áfram afskipti og munum halda því áfram. Vandlega, hnitmiðað og markvisst og á okkar hátt, eins og við kunnum að gera,“ sagði Prigozhin í yfirlýsingu sem fyrirtæki hans birti í morgun, samkvæmt frétt Reuters. Hann bætti við að við þessa „hnitmiðuðu aðgerð“ myndu hann og hans fólk „fjarlægja bæði nýrun og lifrina“, án þess þó að fara nánar út í hvað hann ætti við með því. Yfirlýsingin var til komin vegna fyrirspurnar frá rússneskum miðli. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er frá Pétursborg og sat á árum áður í fangelsi fyrir ýmsa glæpi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Rekur „Skuggaher Rússlands“ Auðjöfurinn játaði fyrr í haust að reka málaliðahópinn Wagner Group, sem lýst hefur verið sem „skuggaher Rússlands“. Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði. Hann hefur líka lengi verið sakaður um afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í sumar að hver sem gæti veitt upplýsingar sem leiddu til handtöku Prigozhins myndi fá tíu milljónir dala í verðlaun. Þessi afskipti Prigozhins af kosningum í Bandaríkjunum má að mestu rekja til svokallaðrar „Tröllaverksmiðju“ sen hann er sagður hafa fjármagnað um árabil. Sú verksmiðja, sem kallast Internet Research Agency, vakti mikla athygli í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærðir þrettán Rússa og þrjú fyrirtæki í tengslum við rannsókn hans. Ákæran lýsti stóru samsæri þar sem fólkið meðal annars ákært fyrir samsæri, fjársvik og auðkennisþjófnað. Þau voru sökuð um að nýta samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í Bandaríkjunum og styðja við framboð Donalds Trumps. Starfsmenn IRA lýstu sjálfir afskiptum sínum af kosningunum í Bandaríkjunum sem „upplýsingahernaði“. Rússland Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7. október 2022 11:44 „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
„Við höfum haft afskipti [af kosningum í Bandaríkjunum], höfum áfram afskipti og munum halda því áfram. Vandlega, hnitmiðað og markvisst og á okkar hátt, eins og við kunnum að gera,“ sagði Prigozhin í yfirlýsingu sem fyrirtæki hans birti í morgun, samkvæmt frétt Reuters. Hann bætti við að við þessa „hnitmiðuðu aðgerð“ myndu hann og hans fólk „fjarlægja bæði nýrun og lifrina“, án þess þó að fara nánar út í hvað hann ætti við með því. Yfirlýsingin var til komin vegna fyrirspurnar frá rússneskum miðli. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er frá Pétursborg og sat á árum áður í fangelsi fyrir ýmsa glæpi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Rekur „Skuggaher Rússlands“ Auðjöfurinn játaði fyrr í haust að reka málaliðahópinn Wagner Group, sem lýst hefur verið sem „skuggaher Rússlands“. Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði. Hann hefur líka lengi verið sakaður um afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna lýsti því yfir í sumar að hver sem gæti veitt upplýsingar sem leiddu til handtöku Prigozhins myndi fá tíu milljónir dala í verðlaun. Þessi afskipti Prigozhins af kosningum í Bandaríkjunum má að mestu rekja til svokallaðrar „Tröllaverksmiðju“ sen hann er sagður hafa fjármagnað um árabil. Sú verksmiðja, sem kallast Internet Research Agency, vakti mikla athygli í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærðir þrettán Rússa og þrjú fyrirtæki í tengslum við rannsókn hans. Ákæran lýsti stóru samsæri þar sem fólkið meðal annars ákært fyrir samsæri, fjársvik og auðkennisþjófnað. Þau voru sökuð um að nýta samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í Bandaríkjunum og styðja við framboð Donalds Trumps. Starfsmenn IRA lýstu sjálfir afskiptum sínum af kosningunum í Bandaríkjunum sem „upplýsingahernaði“.
Rússland Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28 Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7. október 2022 11:44 „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. 25. október 2022 10:28
Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Minnst einn maður úr innsta hring Vladimírs Pútins, hefur lýst yfir vanþóknun sinni á innrásinni í Úkraínu beint við rússneska forsetann. Vanþóknun þessi hefur aukist meðal hæstu stéttar Rússlands, samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu. 7. október 2022 11:44
„Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49