Í tilkynningu frá bankanum segir að Pablo hafi áður starfað hjá Meniga og Landsbankanum að hönnun og yfirumsjón stafrænna lausna.
„Hann er með BA gráðu í grafískri hönnun frá LHÍ og hefur stundað nám í markaðsfræði og samskiptum við Unitec í Hondúras.
Kristín Björk Lilliendahl hefur verið ráðin sem sérfræðingur í gagnavísindum inn í stafræna upplifun á Markaðs- og samskiptasviði en hún hefur starfað í viðskiptagreiningu Íslandsbanka síðan 2017. Kristín Björk er með meistaragráðu í verkfræði frá DTU.
Þessar breytingar eru hluti af skipulagsbreytingum á Markaðs- og samskiptasviði þegar sviðinu var skipt upp í stafræna upplifun og vörumerki með það að leiðarljósi að nýta gögn bankans með enn betri hætti og eru hluti af stefnuverkefni bankans er snýr að stafrænni þjónustu.
Ragnar Trausti Ragnarsson er deildarstjóri vörumerkis og Ólafur Thors tekur við sem deildarstjóri stafrænnar upplifunar. Eygló Benediktsdóttir hefur tekið við sem vörueigandi ytri vefs,“ segir í tilkynningunni.