Innlent

Ekkert hangikjöt til Bandaríkjanna í ár?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hvað eru jól án hangikjöts?
Hvað eru jól án hangikjöts? Vísir/Árni

Flutningsfyrirtækið DHL tilkynnti forsvarsmönnum nammi.is á dögunum að ekkert yrði af flutningi hangikjöts til Bandaríkjanna fyrir þessi jól, vegna hertra reglna um innflutning á kjöti.

Frá þessu greinir Morgunblaðið en nammi.is hefur í áraraðir sent út hangikjöt og aðrar íslenskar vörur.

Morgunblaðið hefur eftir Sófusi Gústavssyni, framkvæmdastjóra nammi.is, að hangikjötið hafi yfirleitt verið sent út frosið og oftar en ekki meðlæti með, svo sem grænar baunir, rauðkál og laufabrauð.

Um hafi verið að ræða sendingar til einstaklinga og hóflegt magn í hvert sinn. Sendingarnar hafi verið um þúsund ár ári og mest að gera fyrir jól, páska og 17. júní.

Samkvæmt gögnum sem Sófus hefur séð hjá utanríkisráðuneytinu er heimilt að flytja lambakjöt inn til Bandaríkjanna en innflutningur á öðru kjöti virðist vera bannaður. Búið er að senda fyrirspurnir um málið út og verið að kanna aðrar leiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×