Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 12:09 Pattstaða er á milli Hæstaréttar Íslands og endurupptökudóms vegna endurupptöku dóma sem féllu í Hæstarétti fyrir tilkomu Landsréttar. Vísir/Vilhelm Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. Hæstiréttur vísaði nýlega frá máli Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur. Frávísunin þýddi að eins árs fangelsisdómur sem Styrmir Þór hlaut í Hæstarétti árið 2013 var felldur niður og sýknudómur úr héraði endurreistur. Styrmir Þór var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum í svonefndu Exeter-máli. Taldi Hæstiréttur að hann gæti ekki bætt úr þeim ágöllum sem voru á upphaflegri meðferð málsins þar sem hann hefði ekki lengur heimild til að taka skýrslur af ákærða og vitnum eftir að lögum um meðferð sakamála var breytt. Því hefði endurupptökudómur átt að vísa málinu til Landsréttar. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vísaði endurupptökudómur sambærilegu máli til Hæstaréttar aðeins fjórum vikum eftir frávísunina á fyrra málinu. Rökstuddi dómurinn þá ákvörðun þannig að hann teldi sig ekki hafa heimild til að vísa málum sem voru upphaflega rekin fyrir Hæstarétti til Landsréttar. Í grein sem Sindri Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Víðir Smári Petersen, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, skrifa um þessa pattstöðu varðandi endurupptöku sakamála sem voru dæmd áður en Landsréttur kom til sögunnar árið 2018 telja þeir að efast megi um þessa túlkun endurupptökudóms á lögunum. Þeir færa þó einnig rök fyrir því að Hæstiréttur hefði mögulega getað brugðist öðruvísi við stöðunni en að vísa málinu frá. Endurupptökudómur úrskurðaði að mál Styrmis Þórs Bragasonar skyldi tekið upp aftur, meðal annars vegna þess að milliliðalaus sönnunarfærsla hafði ekki farið fram áður en Hæstiréttur sakfelldi hann árið 2013. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á þeim rétti Styrmis Þórs við meðferð málsins við Hæstarétt. Frá því að hæstaréttardómurinn yfir Styrmir Þór féll fyrir níu árum hafa verulegar breytingar verið gerðar á dómskerfinu. Landsrétti var bætt við sem þriðja dómstiginu og ekki er lengur sérstaklega kveðið á um í lögum að Hæstiréttur hafi heimild til að taka skýrslu af ákærða eða vitnum í sakamálum. Á þeim fosendum taldi Hæstiréttur óumflýjanlegt að vísa enduruppteknu málinu frá þar sem meðferð þess þar gæti ekki þjónað neinum tilgangi. Ekki væri hægt að bæta úr þeim ágalla að ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla. Taldi Hæstiréttur að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Hann hefur hins vegar ekki heimild til að hnekkja úrskurði endurupptökudóms. Aðeins fjórum vikum síðar úrskurðaði endurupptökudómur að sambærilegt mál Ívars Guðjónssonar skyldi tekið upp aftur í Hæstarétti, þrátt fyrir lyktir fyrra málsins þar. Vísaði endurupptökudómur til þess að teldi sig aðeins getað vísað málum sem voru upphaflega rekin við Landsrétt aftur þangað, ekki gömlum hæstaréttarmálum. Gögn styðji frekar túlkun Hæstaréttar en endurupptökudóms Samkvæmt túlkun endurupptökudóms á öðrum málslið fyrstu málsgreinar 232. greinar laga um meðferð sakamála telur hann sig aðeins geta vísað málum sem voru upphaflega dæmd í Landsrétti aftur þangað. Sú túlkun veltur á orðalaginu „að nýju“ í eftirfarandi lagaákvæði: Þó getur dómurinn ákveðið að sömu skilyrðum uppfylltum að máli sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Þetta ákvæði vildi endurupptökudómur túlka þröngt þegar hann ákvað að vísa máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, til Hæstaréttar í síðustu viku. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2016 en í héraði var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi. „Telja verður að orðasambandið „að nýju“ vísi í mæltu máli fyrst og fremst til endurtekningar, það er að einhver atburður eða aðstaða eigi sér aftur stað með sama hætti og áður. Að þessu gættu sýnist hefðbundin orðskýring fela það í sér að einungis sé heimilt að notast við þetta heimildarákvæði við þær aðstæður að mál hafi áður sætt meðferð og dómsuppsögu í Landsrétti og að það geti þar með ekki átt við um endurupptöku mála sem hafa verið dæmd í Hæstarétti án þess að hafa áður fengið meðferð fyrir Landsrétti,“ sagði í úrskurði endurupptökudóms. Þeir Sindri og Víðir Smári efast um þessa skýringu endurupptökudóms í grein sinni og vísa til orðalags ákvæðisins, lögskýringargagna og meginreglna sakamálaréttarfars. Gögnin, þó að þau séu ekki afdráttarlaus, virðist fremur styðja að heimild ákvæðisins nái til allra dóma Hæstaréttar óháð því hvort mál hafi áður gengið til Landsréttar. „Eru höfundar því þeirrar skoðunar að skýring Endurupptökudóms á heimildinni sé vafa undirorpin,“ segir í greininni sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema. Skýrslutökur, efnisdómur eða ómerking Dósentarnir benda einnig á það sem þeir telja gild rök fyrir því að Hæstiréttur hefði getað farið aðra leið en að vísa máli Styrmis Þórs frá. Þrátt fyrir að ekki sé lengur sérstaklega kveðið á um heimild til þess að láta skýrslutökur fara fram fyrir Hæstarétti í lögum þá sé hægt að gera það á grundvelli almennra reglna stjórnarskrár og Mannréttindadómstóls Evrópu. Þannig hafi milliliðalaus sönnunarfærsla farið fram í tveimur enduruppteknu málum í Hæstarétti í ár og í fyrra. Hæstiréttur bar því við að þau mál hefðu verið tekin upp aftur áður en ákvæðið um heimild til þess að vísa málum til Landsréttar var lögfest. Einnig megi hugsa sér að Hæstiréttur hefði tekið málið til efnisdóms. Ef til hefði staðið að staðfesta sýknu Styrmis Þórs úr héraði hefði Hæstiréttur getað gert það án þess að leiða ákærða og vitni fyrir dóm ef engir annmarkar voru á dómi héraðsdóms. Þá sé Hæstarétti ekki óheimilt að snúa við sýknudómi án munnlegrar sönnunarfærslu ef ráða megi sekt sakbornings af gögnum eða ef lagatúlkun í héraði eða Landsrétti er röng að mati réttarins. Ekki var heldur útilokað að mati Sindra og Víðis Smára að Hæstiréttur hefði getað ómerkt héraðsdóminn ef hann taldi annmarka á meðferð málsins þar. Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR, og Víðir Smári Petersen, dósent við lagadeild HÍ.Aðsend Mögulega brotið á mannréttindum sakborninga Greinarhöfundar telja það bagalegt aðengin efnisleg meðferð fari fram á nýjan leik við þær aðstæður sem nú eru uppi á milli endurupptökudóms og Hæstaréttar. Telja þeir stöðuna tilefni til þess að löggjafinn skerpi á lagaákvæðinu eða veita Hæstarétti sérstaka lagaheimild til þess að framkvæma munnlega sönnunarfærslu fyrir réttinum í enduruppteknum málum. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur þegar boðað frumvarp til að skýra lögin. Vara þeir við því að réttindum sakborninga kunni að vera í hættu vegna pattstöðunnar. Nefna þeir tilbúið dæmi um sakborning sem vill hnekkja héraðsdómi að fenginni endurupptöku máls, til dæmis vegna þess að hann var fundinn sekur í fyrra sinnið á báðum dómstigum. Ef máli hans sé vísað frá Hæstarétti í kjölfar endurupptöku geti sakborningurinn verið settur í þá stöðu um að geta ekki fengið héraðsdóminn endurskoðaðan. Það kunni að vekja upp spurningar um hvort brotið sé gegn rétti hans til áfrýjunar sakamáls sem kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta geti verið uppi á teningnum í máli Ívars Guðjónssonar. Ef Hæstiréttur vísar frá máli hans líkt og Styrmis Þórs standi níu mánaða fangelsisdómur hans úr héraði. Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. 5. október 2022 18:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Hæstiréttur vísaði nýlega frá máli Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur. Frávísunin þýddi að eins árs fangelsisdómur sem Styrmir Þór hlaut í Hæstarétti árið 2013 var felldur niður og sýknudómur úr héraði endurreistur. Styrmir Þór var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum í svonefndu Exeter-máli. Taldi Hæstiréttur að hann gæti ekki bætt úr þeim ágöllum sem voru á upphaflegri meðferð málsins þar sem hann hefði ekki lengur heimild til að taka skýrslur af ákærða og vitnum eftir að lögum um meðferð sakamála var breytt. Því hefði endurupptökudómur átt að vísa málinu til Landsréttar. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vísaði endurupptökudómur sambærilegu máli til Hæstaréttar aðeins fjórum vikum eftir frávísunina á fyrra málinu. Rökstuddi dómurinn þá ákvörðun þannig að hann teldi sig ekki hafa heimild til að vísa málum sem voru upphaflega rekin fyrir Hæstarétti til Landsréttar. Í grein sem Sindri Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Víðir Smári Petersen, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, skrifa um þessa pattstöðu varðandi endurupptöku sakamála sem voru dæmd áður en Landsréttur kom til sögunnar árið 2018 telja þeir að efast megi um þessa túlkun endurupptökudóms á lögunum. Þeir færa þó einnig rök fyrir því að Hæstiréttur hefði mögulega getað brugðist öðruvísi við stöðunni en að vísa málinu frá. Endurupptökudómur úrskurðaði að mál Styrmis Þórs Bragasonar skyldi tekið upp aftur, meðal annars vegna þess að milliliðalaus sönnunarfærsla hafði ekki farið fram áður en Hæstiréttur sakfelldi hann árið 2013. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á þeim rétti Styrmis Þórs við meðferð málsins við Hæstarétt. Frá því að hæstaréttardómurinn yfir Styrmir Þór féll fyrir níu árum hafa verulegar breytingar verið gerðar á dómskerfinu. Landsrétti var bætt við sem þriðja dómstiginu og ekki er lengur sérstaklega kveðið á um í lögum að Hæstiréttur hafi heimild til að taka skýrslu af ákærða eða vitnum í sakamálum. Á þeim fosendum taldi Hæstiréttur óumflýjanlegt að vísa enduruppteknu málinu frá þar sem meðferð þess þar gæti ekki þjónað neinum tilgangi. Ekki væri hægt að bæta úr þeim ágalla að ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla. Taldi Hæstiréttur að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Hann hefur hins vegar ekki heimild til að hnekkja úrskurði endurupptökudóms. Aðeins fjórum vikum síðar úrskurðaði endurupptökudómur að sambærilegt mál Ívars Guðjónssonar skyldi tekið upp aftur í Hæstarétti, þrátt fyrir lyktir fyrra málsins þar. Vísaði endurupptökudómur til þess að teldi sig aðeins getað vísað málum sem voru upphaflega rekin við Landsrétt aftur þangað, ekki gömlum hæstaréttarmálum. Gögn styðji frekar túlkun Hæstaréttar en endurupptökudóms Samkvæmt túlkun endurupptökudóms á öðrum málslið fyrstu málsgreinar 232. greinar laga um meðferð sakamála telur hann sig aðeins geta vísað málum sem voru upphaflega dæmd í Landsrétti aftur þangað. Sú túlkun veltur á orðalaginu „að nýju“ í eftirfarandi lagaákvæði: Þó getur dómurinn ákveðið að sömu skilyrðum uppfylltum að máli sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Þetta ákvæði vildi endurupptökudómur túlka þröngt þegar hann ákvað að vísa máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, til Hæstaréttar í síðustu viku. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2016 en í héraði var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi. „Telja verður að orðasambandið „að nýju“ vísi í mæltu máli fyrst og fremst til endurtekningar, það er að einhver atburður eða aðstaða eigi sér aftur stað með sama hætti og áður. Að þessu gættu sýnist hefðbundin orðskýring fela það í sér að einungis sé heimilt að notast við þetta heimildarákvæði við þær aðstæður að mál hafi áður sætt meðferð og dómsuppsögu í Landsrétti og að það geti þar með ekki átt við um endurupptöku mála sem hafa verið dæmd í Hæstarétti án þess að hafa áður fengið meðferð fyrir Landsrétti,“ sagði í úrskurði endurupptökudóms. Þeir Sindri og Víðir Smári efast um þessa skýringu endurupptökudóms í grein sinni og vísa til orðalags ákvæðisins, lögskýringargagna og meginreglna sakamálaréttarfars. Gögnin, þó að þau séu ekki afdráttarlaus, virðist fremur styðja að heimild ákvæðisins nái til allra dóma Hæstaréttar óháð því hvort mál hafi áður gengið til Landsréttar. „Eru höfundar því þeirrar skoðunar að skýring Endurupptökudóms á heimildinni sé vafa undirorpin,“ segir í greininni sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema. Skýrslutökur, efnisdómur eða ómerking Dósentarnir benda einnig á það sem þeir telja gild rök fyrir því að Hæstiréttur hefði getað farið aðra leið en að vísa máli Styrmis Þórs frá. Þrátt fyrir að ekki sé lengur sérstaklega kveðið á um heimild til þess að láta skýrslutökur fara fram fyrir Hæstarétti í lögum þá sé hægt að gera það á grundvelli almennra reglna stjórnarskrár og Mannréttindadómstóls Evrópu. Þannig hafi milliliðalaus sönnunarfærsla farið fram í tveimur enduruppteknu málum í Hæstarétti í ár og í fyrra. Hæstiréttur bar því við að þau mál hefðu verið tekin upp aftur áður en ákvæðið um heimild til þess að vísa málum til Landsréttar var lögfest. Einnig megi hugsa sér að Hæstiréttur hefði tekið málið til efnisdóms. Ef til hefði staðið að staðfesta sýknu Styrmis Þórs úr héraði hefði Hæstiréttur getað gert það án þess að leiða ákærða og vitni fyrir dóm ef engir annmarkar voru á dómi héraðsdóms. Þá sé Hæstarétti ekki óheimilt að snúa við sýknudómi án munnlegrar sönnunarfærslu ef ráða megi sekt sakbornings af gögnum eða ef lagatúlkun í héraði eða Landsrétti er röng að mati réttarins. Ekki var heldur útilokað að mati Sindra og Víðis Smára að Hæstiréttur hefði getað ómerkt héraðsdóminn ef hann taldi annmarka á meðferð málsins þar. Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR, og Víðir Smári Petersen, dósent við lagadeild HÍ.Aðsend Mögulega brotið á mannréttindum sakborninga Greinarhöfundar telja það bagalegt aðengin efnisleg meðferð fari fram á nýjan leik við þær aðstæður sem nú eru uppi á milli endurupptökudóms og Hæstaréttar. Telja þeir stöðuna tilefni til þess að löggjafinn skerpi á lagaákvæðinu eða veita Hæstarétti sérstaka lagaheimild til þess að framkvæma munnlega sönnunarfærslu fyrir réttinum í enduruppteknum málum. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur þegar boðað frumvarp til að skýra lögin. Vara þeir við því að réttindum sakborninga kunni að vera í hættu vegna pattstöðunnar. Nefna þeir tilbúið dæmi um sakborning sem vill hnekkja héraðsdómi að fenginni endurupptöku máls, til dæmis vegna þess að hann var fundinn sekur í fyrra sinnið á báðum dómstigum. Ef máli hans sé vísað frá Hæstarétti í kjölfar endurupptöku geti sakborningurinn verið settur í þá stöðu um að geta ekki fengið héraðsdóminn endurskoðaðan. Það kunni að vekja upp spurningar um hvort brotið sé gegn rétti hans til áfrýjunar sakamáls sem kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta geti verið uppi á teningnum í máli Ívars Guðjónssonar. Ef Hæstiréttur vísar frá máli hans líkt og Styrmis Þórs standi níu mánaða fangelsisdómur hans úr héraði.
Endurupptökudómur úrskurðaði að mál Styrmis Þórs Bragasonar skyldi tekið upp aftur, meðal annars vegna þess að milliliðalaus sönnunarfærsla hafði ekki farið fram áður en Hæstiréttur sakfelldi hann árið 2013. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á þeim rétti Styrmis Þórs við meðferð málsins við Hæstarétt. Frá því að hæstaréttardómurinn yfir Styrmir Þór féll fyrir níu árum hafa verulegar breytingar verið gerðar á dómskerfinu. Landsrétti var bætt við sem þriðja dómstiginu og ekki er lengur sérstaklega kveðið á um í lögum að Hæstiréttur hafi heimild til að taka skýrslu af ákærða eða vitnum í sakamálum. Á þeim fosendum taldi Hæstiréttur óumflýjanlegt að vísa enduruppteknu málinu frá þar sem meðferð þess þar gæti ekki þjónað neinum tilgangi. Ekki væri hægt að bæta úr þeim ágalla að ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla. Taldi Hæstiréttur að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Hann hefur hins vegar ekki heimild til að hnekkja úrskurði endurupptökudóms. Aðeins fjórum vikum síðar úrskurðaði endurupptökudómur að sambærilegt mál Ívars Guðjónssonar skyldi tekið upp aftur í Hæstarétti, þrátt fyrir lyktir fyrra málsins þar. Vísaði endurupptökudómur til þess að teldi sig aðeins getað vísað málum sem voru upphaflega rekin við Landsrétt aftur þangað, ekki gömlum hæstaréttarmálum.
Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. 5. október 2022 18:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39
Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. 5. október 2022 18:25