Fótbolti

Bournemouth henti Everton úr leik | Jóhann Berg og félagar fóru áfram

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley í kvöld. Isaac Parkin/PA Images via Getty Images

Þriðja umferð enska deildarbikarsins hófst í kvöld með sjö leikjum. Jóhann Berg og félagar hans í Burnley fóru áfram eftir 3-1 sigur gegn D-deildarliði Crawley og Bournemouth vann 4-1 sigur gegn Everton í eina úrvalsdeildarslag kvöldsins.

Jamal Lowe kom heimamönnum í Bournemouth yfir gegn Everton strax á sjöundu mínútu leiksins áður en Junior Stanislas tvöfaldaði forystu liðsins snemma í síðari hálfleik.

Demarai Gray minnkaði muninn fyrir Everton þegar tæpar 25 mínútur voru til leiksloka, en Emiliano Marcondes og Jaidon Anthony sáu til þess að heimamenn unnu öruggan 4-1 sigur og eru því á leið í 16-liða úrslit keppninnar á kostnað Everton.

Þá var Jóhann Berg Guðmundsson í byrjunarliði Burnley sem vann 3-1 sigur gegn Crawley. Ashley Barnes skoraði fyrir Burnley í fyrri hálfleik áður  en Anass Zaroury bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik.

Úrslit kvöldsins

Bournemouth 4-1 Everton

Brentford 1-1 Gillingham (5-6 eftir vítaspyrnukeppni)

Bristol City 1-3 Lincoln

Burnley 3-1 Crawley

Leicester 3-0 Newport

MK Dons 2-0 Morecambe

Stevenage 1-1 Charlton (4-5 eftir vítaspyrnukeppni)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×