Hvernig stoppum við ofbeldishegðun? Guðmundur Ingi Þóroddson skrifar 9. nóvember 2022 08:00 Já þegar stórt er spurt kunna svörin að virðast svo ósköp smá. Ég spurði sérfræðing í gær hvað hann teldi að gæti stoppað ofbeldishegðun. Þegar ég sá svipinn á honum spurði ég hann hann hvað hann teldi að gæti dregið úr ofbeldishegðun. Hann var enn með svip svo ég sannfærði hann að ég ætti ekki við hann sjálfan, heldur frænda minn. Og þá fékk ég svarið: Ég vildi að ég vissi það. Og ég sagði. „Það vildi ég líka vegna þess að ég er ekki sérfræðingur en á að svara þessari spurningu fyrir framan hóp fólks á Landssamráðsfundi Ríkislögreglustjóra og félagsmálaráðherra, gegn ofbeldi í dag – spurningu sem ekki er hægt að svara!“ Ég hef enga sérþekkingu á ofbeldismálum en ég hef fengið háa fangelsisdóma frá aldamótum. Fyrir ofbeldislausa glæpi. Það mætti því halda að ég væri engu nær um viðfangsefni dagsins. Það er þó ekki þannig. Í störfum mínum fyrir Afstöðu hef ég margsinnis tekið þátt í málum sem varða ofbeldi og ofbeldisglæpi. Ofbeldismenn- og konur leit til félagsins „ótt og títt“. Og almennt má segja að sagan sé svipuð. Myndin er ljót, gerendur reyna betrun – en svo endurtekur sagan sig. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hafa undanfarin ár reynt að vekja athygli á þessum málum og hvað þurfi að okkar mati að gera til að draga úr ofbeldi. Til að komast að því þá þurftum við að taka spjallið við okkar félagsmenn og skjólstæðinga. Það er nú yfirleitt þannig að gerendur vilja strax eftir ofbeldi biðjast afsökunar, þeir sjá eftir ofbeldinu. Við vitum þó það að þegar komið er í fangelsi birtist reiði og afneitun. Ég held að við höfum ekki hitt marga sem viðurkenna upphátt að hafa beitt ofbeldi í nánu sambandi en fara með stóryrði um ofbeldi í undirheimunum. Heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi er litið hornauga í fangelsum landsins, jafnvel af þeim sem stunda það. Ég segi „stunda“ vegna þess að heimilisofbeldi endurtekur sig. Þessi tegund afbrota minnir óneitanlega á fíknisjúkdóm. Ég tel að við séum á rangri braut þegar kemur að baráttunni gegn ofbeldishegðun, það er að segja á sömu braut og þegar kemur að baráttunni gegn glæpum almennt eða bara baráttunni gegn vímuefnum. Ef fólki er virkilega alvara með því að berjast gegn þessum vágestum þá þarf einfaldlega að hætta að baka gamlar sykraðar lummur og huga að vegan. Það virkar í dag. Það þarf einfaldlega að viðurkenna að flest alvarlegri heimilisofbeldismál eiga sér geranda með sögu. Í stóru málunum eru gerendur oft sjálfir með langa áfallasögu. Mjög algengt er að þeir komu upp úr kerfum eða úrræðum þar sem þeir sjálfir hafa verið beittir ofbeldi eða jafnvel misnotaðir. Sé þetta staðan þarf ríkisvaldið að axla sína ábyrgð. Oft og tíðum eru þetta menn sem hafa aldrei fengið tækifæri. Ég segi menn vegna þess að langflestir gerendur eru karlmenn, ekki konur Ofbeldismenn eiga það flestir sameiginlegt að vera með einhvers konar þráhyggju. Þráhyggjan leiðir til eftirlits sem leiðir til grunsemda sem leiðir til ofbeldis. Og það er með ólíkindum hversu parið, gerandinn og fórnarlambið leita oft saman á ný. En á meðan afplánun stendur er það tíminn sem við samfélagið höfum til að endurhæfa þessa einstaklinga. Það er ekki gert í dag, því miður. Ofbeldi í nánum samböndum er félagslegt og samfélagslegt vandamál. Samvinna ólíkra úrræða og félagasamtaka getur stuðlað að heildarsýn varðandi, stöðu, afleiðingar og úrræði. Okkar tillögur miðast við okkar fólk og okkar kannanir en ekki bara hjá okkar fólki heldur einnig fagfólki sem okkur aðstoðar. En þær eru í stuttu máli, að hafa virkt velferðarkerfi og virkt réttarvörslukerfi með endurhæfingu að leiðarljósi. 1. Aukin aðstoð og eftirfylgni á fyrstu stigum tilkynninga. Við teljum afar mikilvægt að það sé teymi fagfólks sem sinnir útköllum og skipuleggur nauðsynlega aðstoð og eftirfylgni strax á fyrstu stigum tilkynninga. Við teljum afar mikilvægt að lögreglan sé vel kynnt í þessum málaflokki og þá með þeim hætti að hún sé hluti af viðbragðsteymi. Ekki rannsakandi fyrst og fremst. Fólk þarf að treysta lögreglu sérstaklega í þessum málum. Við vitum að fólk veigrar sér við að hringja eftir aðstoð vegna hræðslu. Hræðslu við að koma sér eða sínu fólki í vandræði, hræðslu við að missa börnin, vinnuna eða eitthvað annað. Þarna þurfum við breytingu en teljum samt að alltaf þurfi að tilkynna ofbeldi en að inngripi sé haldið í lágmarki. Og algjört skilyrði er að greina málið með tilliti til taugafræðilegrar þátta. Sé gerandi með framheilaskaða, siðblindu eða sjúkdóma sem beinlínis kalla fram ofbeldi þarf að byrja á þeim enda. 2. Auknir valmöguleikar dómara. Það er mikill misskilningur að dómarar hafi enga valkosti. Það eru ákvæði í almennum hegningarlögum um að menn séu hálfpartinn dæmdir til meðferðar, það er að segja dómari getur sett slík skilyrði í skilorðsdóm. Þessar heimildir eru óþekktar vegna þess að þeim er ekki beitt. Í ofbeldismálum sem koma upp í nánu sambandi þyrfti að beita slíkum viðurlögum.Afstaða telur að skoða eigi það alvarlega að fjölga úrræðum fyrir dómara til þess að dæma gerendur í allskonar meðferðir, til dæmis sálfræðimeðferðir, reiðistjórnunar meðferð, meðferð hjá geðlækni eða hjá Heimilisfriði o.s.frv. og þá mögulega eftir að lögmaður viðkomandi eða sækjandi málsins fari fram á að gert verði sérfræðimat á meðan málið er rekið fyrir dómstólum. 3. Sáttamiðlun og enn meiri áhersla á sáttameðferð í fullnustukerfinu. Farið var af stað með tilraunaverkefnið Sáttamiðlun í sakamálum árið 2006 og stóð það í tvö ár. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að úrræðið yrði varanlegt en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að festa það í sessi og er aðeins notað í örfáum sakamálum á ári hverju. Úrræðið nær í dag eingöngu til nokkurra brotaflokka, þ.e. þjófnaðar, gripdeildar, húsbrota, hótana, eignaspjalla, minniháttar líkamsárása, nytjastuldar og brota gegn blygðunarsemi en einnig hefur nýlega, líkamsárás verið bætt við. Að okkar mati þarf að útvíkka þetta úrræði þannig að það nái til alvarlegri brotaflokka. Þá þarf sáttamiðlunin að hefjast mjög snemma eða helst samhliða rannsókn lögreglu á umræddu máli. Aðilar máls þurfa að geta treyst sáttamiðlaranum og hann verður því að vera óháður. Hins vegar er að mati Afstöðu mjög mikilvægt að lögreglan sé sá aðili sem kynni sáttameðferð og vísi fólki í slíkar meðferðir. Það er afar mikilvægt að efla ímynd lögreglu sem réttlætistæki, ekki refsitæki. Þar kemur ekki til greina að lögreglumenn leiði sáttamiðlunina eins og er í dag. Það gengur ekki upp. Þá þarf það að vera „gulrót“ fyrir gerendur að taka þátt í sáttameðferðinni, til dæmis þannig að niðurstaðan geti leitt til refsimildunar hjá dómstólum. Einnig þarf úrræðið að vera tækt til notkunar, og í boði, á öllum stigum máls, þar á meðal á meðan gerandi er í fangelsi. Afstaða telur að þetta úrræði gæti orðið áhrifarík leið fyrir bæði gerendur og þolendur en rannsóknir benda til þess að gerendur sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur. 4. Sértæk meðferð í fangelsi. Þar er um að ræða svokallaða „gulrót“ í fullnustunni, að viðkomandi sé boðið í sértæka sálfræðimeðferð þar sem lögð er áhersla á ofbeldishegðun og ef viðkomandi fer í gegnum þetta þá á hann möguleika á reynslulausn fyrr en hann ætti annars. Það eykur líkur á jákvæðri þátttöku. Þá þarf að spyrja „hvað kom fyrir einstaklinginn sem beitir ofbeldi” 5. Aukin þátttaka fangavarða. Að mati Afstöðu er jafn mikilvægt að fangaverðir fá stöðu sáttamiðlara í stað gæslumanns hlutverkið. Hér á hið sama við og áður var sagt um um lögreglu. 6. Skýr stefna stjórnvalda í vímuefnamálum og sértæk ráðgjafanefnd um vímuefni. Það er mikilvægt að það komi hér vel fram að stigmögnun neyslu í aukningu á lítrum áfengis og öðrum vímuefnum í samfélaginu helst í hendur við aukningu á ofbeldi, nauðgunum og morðum. Þetta er eitthvað sem allir vita en virðist ekki koma nægjanlega skýrt fram þegar rætt er um aukið aðgengi að þessum efnum. Við erum hlynnt skaðaminnkun í þessum málum enda er það vitað að regluvæðing og afglæpavæðing bjargar mannslífum og eykur ekki neyslu en dregur ekki úr henni heldur. Aukið aðgengi hins vegar eins og með því að gefa áfengissölu frjálsa eykur neysluna. Ef það er eitthvað rétt svar við því hvernig drögum við úr ofbeldi þá myndi ég segja að hætta hugleiðingum um aukið aðgengi að áfengi, afglæpavæða neysluskammta vímuefna og lyfja, auka forvarnir og meðferðir, hafa virkt velferðarkerfi, réttarvörslukerfi og aftur, spyrja hvað kom fyrir einstaklinginn sem beitir ofbeldi? Eins og kom fram fyrr í pistlinum þá getur samvinna ólíkra úrræða og félagasamtaka stuðlað að mun betri heildarsýn varðandi stöðu, afleiðingar og úrræði í málaflokknum og því hvet ég yfirvöld til þess að mynda viðvarandi ráðgefandi starfshópa með fólki úr þessum ólíku úrræðum og félagssamtökum, til ráðgjafar í bæði ofbeldismálum, sem og vímuefnamálum. Gott samstarf þyrfti að vera á milli þessara starfshópa enda alveg ljóst að þessir tveir málaflokkar tvinnast óþægilega mikið saman. Það er engin töfralausn! En það er lausn - með samvinnu, og Afstöðu í liði. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Já þegar stórt er spurt kunna svörin að virðast svo ósköp smá. Ég spurði sérfræðing í gær hvað hann teldi að gæti stoppað ofbeldishegðun. Þegar ég sá svipinn á honum spurði ég hann hann hvað hann teldi að gæti dregið úr ofbeldishegðun. Hann var enn með svip svo ég sannfærði hann að ég ætti ekki við hann sjálfan, heldur frænda minn. Og þá fékk ég svarið: Ég vildi að ég vissi það. Og ég sagði. „Það vildi ég líka vegna þess að ég er ekki sérfræðingur en á að svara þessari spurningu fyrir framan hóp fólks á Landssamráðsfundi Ríkislögreglustjóra og félagsmálaráðherra, gegn ofbeldi í dag – spurningu sem ekki er hægt að svara!“ Ég hef enga sérþekkingu á ofbeldismálum en ég hef fengið háa fangelsisdóma frá aldamótum. Fyrir ofbeldislausa glæpi. Það mætti því halda að ég væri engu nær um viðfangsefni dagsins. Það er þó ekki þannig. Í störfum mínum fyrir Afstöðu hef ég margsinnis tekið þátt í málum sem varða ofbeldi og ofbeldisglæpi. Ofbeldismenn- og konur leit til félagsins „ótt og títt“. Og almennt má segja að sagan sé svipuð. Myndin er ljót, gerendur reyna betrun – en svo endurtekur sagan sig. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hafa undanfarin ár reynt að vekja athygli á þessum málum og hvað þurfi að okkar mati að gera til að draga úr ofbeldi. Til að komast að því þá þurftum við að taka spjallið við okkar félagsmenn og skjólstæðinga. Það er nú yfirleitt þannig að gerendur vilja strax eftir ofbeldi biðjast afsökunar, þeir sjá eftir ofbeldinu. Við vitum þó það að þegar komið er í fangelsi birtist reiði og afneitun. Ég held að við höfum ekki hitt marga sem viðurkenna upphátt að hafa beitt ofbeldi í nánu sambandi en fara með stóryrði um ofbeldi í undirheimunum. Heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi er litið hornauga í fangelsum landsins, jafnvel af þeim sem stunda það. Ég segi „stunda“ vegna þess að heimilisofbeldi endurtekur sig. Þessi tegund afbrota minnir óneitanlega á fíknisjúkdóm. Ég tel að við séum á rangri braut þegar kemur að baráttunni gegn ofbeldishegðun, það er að segja á sömu braut og þegar kemur að baráttunni gegn glæpum almennt eða bara baráttunni gegn vímuefnum. Ef fólki er virkilega alvara með því að berjast gegn þessum vágestum þá þarf einfaldlega að hætta að baka gamlar sykraðar lummur og huga að vegan. Það virkar í dag. Það þarf einfaldlega að viðurkenna að flest alvarlegri heimilisofbeldismál eiga sér geranda með sögu. Í stóru málunum eru gerendur oft sjálfir með langa áfallasögu. Mjög algengt er að þeir komu upp úr kerfum eða úrræðum þar sem þeir sjálfir hafa verið beittir ofbeldi eða jafnvel misnotaðir. Sé þetta staðan þarf ríkisvaldið að axla sína ábyrgð. Oft og tíðum eru þetta menn sem hafa aldrei fengið tækifæri. Ég segi menn vegna þess að langflestir gerendur eru karlmenn, ekki konur Ofbeldismenn eiga það flestir sameiginlegt að vera með einhvers konar þráhyggju. Þráhyggjan leiðir til eftirlits sem leiðir til grunsemda sem leiðir til ofbeldis. Og það er með ólíkindum hversu parið, gerandinn og fórnarlambið leita oft saman á ný. En á meðan afplánun stendur er það tíminn sem við samfélagið höfum til að endurhæfa þessa einstaklinga. Það er ekki gert í dag, því miður. Ofbeldi í nánum samböndum er félagslegt og samfélagslegt vandamál. Samvinna ólíkra úrræða og félagasamtaka getur stuðlað að heildarsýn varðandi, stöðu, afleiðingar og úrræði. Okkar tillögur miðast við okkar fólk og okkar kannanir en ekki bara hjá okkar fólki heldur einnig fagfólki sem okkur aðstoðar. En þær eru í stuttu máli, að hafa virkt velferðarkerfi og virkt réttarvörslukerfi með endurhæfingu að leiðarljósi. 1. Aukin aðstoð og eftirfylgni á fyrstu stigum tilkynninga. Við teljum afar mikilvægt að það sé teymi fagfólks sem sinnir útköllum og skipuleggur nauðsynlega aðstoð og eftirfylgni strax á fyrstu stigum tilkynninga. Við teljum afar mikilvægt að lögreglan sé vel kynnt í þessum málaflokki og þá með þeim hætti að hún sé hluti af viðbragðsteymi. Ekki rannsakandi fyrst og fremst. Fólk þarf að treysta lögreglu sérstaklega í þessum málum. Við vitum að fólk veigrar sér við að hringja eftir aðstoð vegna hræðslu. Hræðslu við að koma sér eða sínu fólki í vandræði, hræðslu við að missa börnin, vinnuna eða eitthvað annað. Þarna þurfum við breytingu en teljum samt að alltaf þurfi að tilkynna ofbeldi en að inngripi sé haldið í lágmarki. Og algjört skilyrði er að greina málið með tilliti til taugafræðilegrar þátta. Sé gerandi með framheilaskaða, siðblindu eða sjúkdóma sem beinlínis kalla fram ofbeldi þarf að byrja á þeim enda. 2. Auknir valmöguleikar dómara. Það er mikill misskilningur að dómarar hafi enga valkosti. Það eru ákvæði í almennum hegningarlögum um að menn séu hálfpartinn dæmdir til meðferðar, það er að segja dómari getur sett slík skilyrði í skilorðsdóm. Þessar heimildir eru óþekktar vegna þess að þeim er ekki beitt. Í ofbeldismálum sem koma upp í nánu sambandi þyrfti að beita slíkum viðurlögum.Afstaða telur að skoða eigi það alvarlega að fjölga úrræðum fyrir dómara til þess að dæma gerendur í allskonar meðferðir, til dæmis sálfræðimeðferðir, reiðistjórnunar meðferð, meðferð hjá geðlækni eða hjá Heimilisfriði o.s.frv. og þá mögulega eftir að lögmaður viðkomandi eða sækjandi málsins fari fram á að gert verði sérfræðimat á meðan málið er rekið fyrir dómstólum. 3. Sáttamiðlun og enn meiri áhersla á sáttameðferð í fullnustukerfinu. Farið var af stað með tilraunaverkefnið Sáttamiðlun í sakamálum árið 2006 og stóð það í tvö ár. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að úrræðið yrði varanlegt en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að festa það í sessi og er aðeins notað í örfáum sakamálum á ári hverju. Úrræðið nær í dag eingöngu til nokkurra brotaflokka, þ.e. þjófnaðar, gripdeildar, húsbrota, hótana, eignaspjalla, minniháttar líkamsárása, nytjastuldar og brota gegn blygðunarsemi en einnig hefur nýlega, líkamsárás verið bætt við. Að okkar mati þarf að útvíkka þetta úrræði þannig að það nái til alvarlegri brotaflokka. Þá þarf sáttamiðlunin að hefjast mjög snemma eða helst samhliða rannsókn lögreglu á umræddu máli. Aðilar máls þurfa að geta treyst sáttamiðlaranum og hann verður því að vera óháður. Hins vegar er að mati Afstöðu mjög mikilvægt að lögreglan sé sá aðili sem kynni sáttameðferð og vísi fólki í slíkar meðferðir. Það er afar mikilvægt að efla ímynd lögreglu sem réttlætistæki, ekki refsitæki. Þar kemur ekki til greina að lögreglumenn leiði sáttamiðlunina eins og er í dag. Það gengur ekki upp. Þá þarf það að vera „gulrót“ fyrir gerendur að taka þátt í sáttameðferðinni, til dæmis þannig að niðurstaðan geti leitt til refsimildunar hjá dómstólum. Einnig þarf úrræðið að vera tækt til notkunar, og í boði, á öllum stigum máls, þar á meðal á meðan gerandi er í fangelsi. Afstaða telur að þetta úrræði gæti orðið áhrifarík leið fyrir bæði gerendur og þolendur en rannsóknir benda til þess að gerendur sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur. 4. Sértæk meðferð í fangelsi. Þar er um að ræða svokallaða „gulrót“ í fullnustunni, að viðkomandi sé boðið í sértæka sálfræðimeðferð þar sem lögð er áhersla á ofbeldishegðun og ef viðkomandi fer í gegnum þetta þá á hann möguleika á reynslulausn fyrr en hann ætti annars. Það eykur líkur á jákvæðri þátttöku. Þá þarf að spyrja „hvað kom fyrir einstaklinginn sem beitir ofbeldi” 5. Aukin þátttaka fangavarða. Að mati Afstöðu er jafn mikilvægt að fangaverðir fá stöðu sáttamiðlara í stað gæslumanns hlutverkið. Hér á hið sama við og áður var sagt um um lögreglu. 6. Skýr stefna stjórnvalda í vímuefnamálum og sértæk ráðgjafanefnd um vímuefni. Það er mikilvægt að það komi hér vel fram að stigmögnun neyslu í aukningu á lítrum áfengis og öðrum vímuefnum í samfélaginu helst í hendur við aukningu á ofbeldi, nauðgunum og morðum. Þetta er eitthvað sem allir vita en virðist ekki koma nægjanlega skýrt fram þegar rætt er um aukið aðgengi að þessum efnum. Við erum hlynnt skaðaminnkun í þessum málum enda er það vitað að regluvæðing og afglæpavæðing bjargar mannslífum og eykur ekki neyslu en dregur ekki úr henni heldur. Aukið aðgengi hins vegar eins og með því að gefa áfengissölu frjálsa eykur neysluna. Ef það er eitthvað rétt svar við því hvernig drögum við úr ofbeldi þá myndi ég segja að hætta hugleiðingum um aukið aðgengi að áfengi, afglæpavæða neysluskammta vímuefna og lyfja, auka forvarnir og meðferðir, hafa virkt velferðarkerfi, réttarvörslukerfi og aftur, spyrja hvað kom fyrir einstaklinginn sem beitir ofbeldi? Eins og kom fram fyrr í pistlinum þá getur samvinna ólíkra úrræða og félagasamtaka stuðlað að mun betri heildarsýn varðandi stöðu, afleiðingar og úrræði í málaflokknum og því hvet ég yfirvöld til þess að mynda viðvarandi ráðgefandi starfshópa með fólki úr þessum ólíku úrræðum og félagssamtökum, til ráðgjafar í bæði ofbeldismálum, sem og vímuefnamálum. Gott samstarf þyrfti að vera á milli þessara starfshópa enda alveg ljóst að þessir tveir málaflokkar tvinnast óþægilega mikið saman. Það er engin töfralausn! En það er lausn - með samvinnu, og Afstöðu í liði. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun