Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 09:18 Kjósandi Lee Zeldin, frambjóðanda repúblikana til ríkisstjóra New York, fylgist vonsvikinn með tölum koma inn. Zeldin tapaði fyrir Kathy Hochul, frambjóðanda demókrata. Vísir/EPA Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. Sögulega séð hefur flokkur forseta yfirleitt farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabil. Barack Obama og Bill Clinton, síðustu tveir forsetar Demókrataflokksins, töpuðu þannig báðir tugum þingsæta í fulltrúadeildinni í slíkum kosningum. Til viðbótar glímdi Joe Biden Bandaríkjaforseti við sérstaklega mikinn andbyr í ár. Verðbólga er í hæstu hæðum og vinsældir hans eru sambærilegar við Donalds Trump þegar hann var sem óvinsælastur. Í samræmi við þetta bentu skoðanakannanir til þess að repúblikanar ynnu meirihluta í fulltrúadeildinni og fylgið virtist á hreyfingu til þeirra í öldungadeildinni. Skekkjur í könnunum í undanförnum kosningum hafa ennfremur vanmetið stuðning við repúblikana ef eitthvað er. Slík niðurstaða yrði hörmung fyrir Biden og byndi hendur hans það sem eftir er kjörtímabilsins. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, eygir enn möguleika á að halda meirihlutanum.AP/Hans Pennink Ekkert hefur þó orðið af þeirri sigurför sem repúblikanar sáu í hillingum enn sem komið er. Nú að morgni dags að íslenskum tíma liggur enn ekki fyrir hver fer með völdin í hvorugri deild þingsins, þó að líkur séu á því að repúblikanar vinni nauman meirihluta í fulltrúadeildinni. Enn á þó eftir að fá niðurstöðu í mörgum kjördæmum í nokkrum ríkjum. Demókratar bættu við sig lykilsæti í Pennsylvaníu Repúblikanar þurfa aðeins að bæta við sig einu þingsæti í öldungadeildinni til þess að ná undirtökunum þar. Kosninganótt byrjaði hins vegar illa fyrir þá því þeir töpuðu sæti í Pennsylvaníu þar sem demókratinn John Fetterman bar sigurorð af sjónvarpslækninum Mehmet Oz. Þrjú ríki eiga eftir að ráða úrslitum um hver fer með völdin í öldungadeildinni: Arizona, Georgía og Nevada. Demókratar þurfa að vinna tvö þeirra til þess að halda meirihluta sínum. Nú í morgun virtust þeir í þokkalegri stöðu til að halda sæti geimfarans Marks Kelly í Arizona en flest bendir til þess að kjósa þurfi aftur á milli repúblikanans Herschels Walker og demókratans Raphaels Warnock í Georgíu. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, væri ekki endilega öfundsverður af því að reyna að stýra naumum meirihluta þar. Síðast þegar repúblikanar höfðu meirihluta í deildinni þurfi McCarthy og forveri hans að hafa sig alla við að smala köttum.AP/Alex Brandon Ekki er útilokað að það skýrist ekki hver ræður öldungadeildinni fyrr en eftir aukakosningar í Georgíu í desember. Washington Post bendir á að ef repúblikanar ná ekki meirihlutanum í öldungadeildinni yrði það aðeins í sjöunda skipti sem stjórnarandstöðuflokknum hefur mistekist það á síðustu hundrað árum. Naumur og vandmeðfarinn meirihluti í kortunum Í fulltrúadeildinni hafa frambjóðendur demókratar unnið flest þau sæti þar sem kannanir bentu til þess að baráttan væri hnífjöfn á milli flokkanna. Nú í morgun átti enn eftir að lýsa yfir sigurvegara í á fjórða tug kjördæma í ríkjum eins og Kaliforníu, New York, Nevada og Arizona. Ron DeSantis baðar sig í dýrðarljóma í kjölfar öruggs sigurs á mótframbjóðanda sínum í ríkisstjórakosningum í Flórída.AP/Rebecca Blackwell Samkvæmt tölum Five Thirty Eight höfðu repúblikanar tryggt sér 207 fulltrúadeildarsæti gegn 188 sætum demókrata en 218 þarf til að ná meirihluta. Ef fram fer sem horfir gætu repúblikanar náð naumum meirihluta í deildinni. Erfitt gæti reynst fyrir Kevin McCarthy, leiðtoga þeirra í deildinni, að hafa stjórn á sundurlyndum þingflokki sínum. Mikilvæg ríkisstjórakjör Kosið var til 36 ríkisstjóraembætta víðs vegar um Bandaríkin samhliða þingkosningunum í gær. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegur áskorandi Trump fyrir forsetakosningarnar 2024, vann yfirburðasigur. Úrslitin eru sögð undirstrika sterka stöðu DeSantis í aðdraganda forvals repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Trump hefur gefið sterklega í skyn að hann ætli að lýsa yfir framboði á næstu dögum og hafði í hótunum við DeSantis um að hann gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um ríkisstjórann í gær. Mögulegt veikleikamerki fyrir Trump var ríkisstjórakjörið í Georgíu. Þar fór Brian Kemp með öruggan sigur af hólmi þrátt fyrir að Trump hafi sett sig upp á móti honum fyrir að taka ekki þátt í samsæriskenningum hans um að kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum þar árið 2020. Í Wisconsin virtist demókratinn Tony Evers ætla að tryggja sér endurkjör. Mótframbjóðandi hans hafði lýst því yfir að ef hann ynni myndu repúblikanar aldrei tapa kosningum í ríkinu aftur. Repúblikanar hafa hagrætt kjördæmamörkum svo kirfilega sér í vil í Wisconsin að útlit var fyrir að þeir gætu náð auknum meirihluta á ríkisþinginu þrátt fyrir að flokkarnir hafi um það bil jafnmarga kjósendur í ríkinu. Uppfært 11:30 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að aukakosning um öldungadeildarþingsæti Georgíu yrði í janúar. Það rétta er að það fer fram 6. desember ef af verður. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Sögulega séð hefur flokkur forseta yfirleitt farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabil. Barack Obama og Bill Clinton, síðustu tveir forsetar Demókrataflokksins, töpuðu þannig báðir tugum þingsæta í fulltrúadeildinni í slíkum kosningum. Til viðbótar glímdi Joe Biden Bandaríkjaforseti við sérstaklega mikinn andbyr í ár. Verðbólga er í hæstu hæðum og vinsældir hans eru sambærilegar við Donalds Trump þegar hann var sem óvinsælastur. Í samræmi við þetta bentu skoðanakannanir til þess að repúblikanar ynnu meirihluta í fulltrúadeildinni og fylgið virtist á hreyfingu til þeirra í öldungadeildinni. Skekkjur í könnunum í undanförnum kosningum hafa ennfremur vanmetið stuðning við repúblikana ef eitthvað er. Slík niðurstaða yrði hörmung fyrir Biden og byndi hendur hans það sem eftir er kjörtímabilsins. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, eygir enn möguleika á að halda meirihlutanum.AP/Hans Pennink Ekkert hefur þó orðið af þeirri sigurför sem repúblikanar sáu í hillingum enn sem komið er. Nú að morgni dags að íslenskum tíma liggur enn ekki fyrir hver fer með völdin í hvorugri deild þingsins, þó að líkur séu á því að repúblikanar vinni nauman meirihluta í fulltrúadeildinni. Enn á þó eftir að fá niðurstöðu í mörgum kjördæmum í nokkrum ríkjum. Demókratar bættu við sig lykilsæti í Pennsylvaníu Repúblikanar þurfa aðeins að bæta við sig einu þingsæti í öldungadeildinni til þess að ná undirtökunum þar. Kosninganótt byrjaði hins vegar illa fyrir þá því þeir töpuðu sæti í Pennsylvaníu þar sem demókratinn John Fetterman bar sigurorð af sjónvarpslækninum Mehmet Oz. Þrjú ríki eiga eftir að ráða úrslitum um hver fer með völdin í öldungadeildinni: Arizona, Georgía og Nevada. Demókratar þurfa að vinna tvö þeirra til þess að halda meirihluta sínum. Nú í morgun virtust þeir í þokkalegri stöðu til að halda sæti geimfarans Marks Kelly í Arizona en flest bendir til þess að kjósa þurfi aftur á milli repúblikanans Herschels Walker og demókratans Raphaels Warnock í Georgíu. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, væri ekki endilega öfundsverður af því að reyna að stýra naumum meirihluta þar. Síðast þegar repúblikanar höfðu meirihluta í deildinni þurfi McCarthy og forveri hans að hafa sig alla við að smala köttum.AP/Alex Brandon Ekki er útilokað að það skýrist ekki hver ræður öldungadeildinni fyrr en eftir aukakosningar í Georgíu í desember. Washington Post bendir á að ef repúblikanar ná ekki meirihlutanum í öldungadeildinni yrði það aðeins í sjöunda skipti sem stjórnarandstöðuflokknum hefur mistekist það á síðustu hundrað árum. Naumur og vandmeðfarinn meirihluti í kortunum Í fulltrúadeildinni hafa frambjóðendur demókratar unnið flest þau sæti þar sem kannanir bentu til þess að baráttan væri hnífjöfn á milli flokkanna. Nú í morgun átti enn eftir að lýsa yfir sigurvegara í á fjórða tug kjördæma í ríkjum eins og Kaliforníu, New York, Nevada og Arizona. Ron DeSantis baðar sig í dýrðarljóma í kjölfar öruggs sigurs á mótframbjóðanda sínum í ríkisstjórakosningum í Flórída.AP/Rebecca Blackwell Samkvæmt tölum Five Thirty Eight höfðu repúblikanar tryggt sér 207 fulltrúadeildarsæti gegn 188 sætum demókrata en 218 þarf til að ná meirihluta. Ef fram fer sem horfir gætu repúblikanar náð naumum meirihluta í deildinni. Erfitt gæti reynst fyrir Kevin McCarthy, leiðtoga þeirra í deildinni, að hafa stjórn á sundurlyndum þingflokki sínum. Mikilvæg ríkisstjórakjör Kosið var til 36 ríkisstjóraembætta víðs vegar um Bandaríkin samhliða þingkosningunum í gær. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegur áskorandi Trump fyrir forsetakosningarnar 2024, vann yfirburðasigur. Úrslitin eru sögð undirstrika sterka stöðu DeSantis í aðdraganda forvals repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Trump hefur gefið sterklega í skyn að hann ætli að lýsa yfir framboði á næstu dögum og hafði í hótunum við DeSantis um að hann gæti búið yfir skaðlegum upplýsingum um ríkisstjórann í gær. Mögulegt veikleikamerki fyrir Trump var ríkisstjórakjörið í Georgíu. Þar fór Brian Kemp með öruggan sigur af hólmi þrátt fyrir að Trump hafi sett sig upp á móti honum fyrir að taka ekki þátt í samsæriskenningum hans um að kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum þar árið 2020. Í Wisconsin virtist demókratinn Tony Evers ætla að tryggja sér endurkjör. Mótframbjóðandi hans hafði lýst því yfir að ef hann ynni myndu repúblikanar aldrei tapa kosningum í ríkinu aftur. Repúblikanar hafa hagrætt kjördæmamörkum svo kirfilega sér í vil í Wisconsin að útlit var fyrir að þeir gætu náð auknum meirihluta á ríkisþinginu þrátt fyrir að flokkarnir hafi um það bil jafnmarga kjósendur í ríkinu. Uppfært 11:30 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að aukakosning um öldungadeildarþingsæti Georgíu yrði í janúar. Það rétta er að það fer fram 6. desember ef af verður.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira