Sálfræðiþjónusta á heilsugæslu Gyða Dögg Einarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:01 Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af heilsu okkar allra. Á ári hverju tekst einn af hverjum fimm Íslendingum á við algengar geðraskanir, svo sem þunglyndi, kvíðaraskanir eða áfallastreituröskun. Þriðjungur þeirra sem sækir þjónustu heilsugæslunnar gerir svo vegna geðræns vanda. Ásókn í geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu hefur aukist síðasta áratuginn, en samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðanda um geðheilbrigðisþjónustu (2022) fjölgaði komum á heilsugæsluna vegna geðheilbrigðisvanda um 91% á árunum 2010 til 2020. Stór hluti af starfsemi heilsugæslunnar snýr því að geðrænum vanda. Þunglyndi, kvíðaraskanir og áfallastreituröskun hafa mikil áhrif á lífsgæði og líkamlega heilsu þeirra sem við þann vanda glíma. Þessar algengu geðraskanir eru líka kostnaðarsamar fyrir samfélagið, en þær eru ein af algengustu ástæðum örorku. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda lágu geðraskanir til grundvallar 38% tilvika örorku- og endurhæfingarmati árið 2020 og hefur þessi hópur stækkað um 30% frá 2010-2020. Miðað við þetta eru geðrænar áskoranir og afleiddur vandi þeirra því í vexti. Geðheilsuvandi verður ekki tæklaður með átaksverkefnum. Tryggja þarf stöðugt aðgengi að góðri geðheilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan gegnir þar lykilhlutverki, sem fyrsti viðkomustaður okkar allra innan heilbrigðiskerfisins. Greitt aðgengi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu er mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja frekari vanda, bæði einstaklingsins og samfélagsins í heild. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar frá árinu 2016 þegar aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt. Samkvæmt henni á þjónusta sálfræðinga að standa til boða á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum sem sinna heilsugæslu í takt við 19. gr. reglugerðar nr. 1111/2020. Þar kemur fram að heilsugæslustöðvar eigi að bjóða upp á mat og gagnreynda meðferð vegna algengustu geðraskana, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun, þegar vandinn er vægur eða miðlungs alvarlegur. Klínískar leiðbeiningar víða um heim mæla með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við algengum geðröskunum. Árangursrannsóknir á hugrænni atferlismeðferð hafa endurtekið sýnt fram á góðan árangur. Þrátt fyrir þetta hefur slík meðferð almennt ekki staðið til boða á heilsugæslustöðvum fyrr en árið 2016, þegar aðgerðaáætlunin var samþykkt. Heildarkostnaður vegna ávísana geðlyfja hefur aukist frá 2010-2020 en sú meðferð er yfirleitt fyrsta úrræðið sem stendur fólki til boða á heilsugæslustöðvum, þrátt fyrir að gagnreynd samtalsmeðferð sé oftar sú meðferð sem mælt er með sem fyrsta meðferð við algengum geðrænum vanda. Frá árinu 2016 hafa sálfræðingar verið ráðnir í auknum mæli á heilsugæslustöðvar og hefur megináhersla verið lögð á að byggja upp og samræma gagnreynda, örugga og árangursríka sálfræðiþjónustu á landsvísu. Þrátt fyrir þessa aukningu eru stöðugildi sálfræðinga enn um helmingi of fá miðað við tíðni þess vanda sem þeim er ætlað að sinna og því ekki að undra að biðtími eftir þjónustu sé langur. Í nýrri heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2030 er lögð áhersla á að veita gagnreynda og örugga þjónustu og tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf. Án sálfræðiþjónustu geta heilsugæslustöðvar ekki boðið meðferð við algengum geðvanda í takt við klínískar leiðbeiningar. Þar sem heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður okkar innan heilbrigðiskerfisins er eðlilegt að þar standi til boða viðeigandi gagnreynd meðferð við geðvanda. Ef heilbrigðisáætlun á að ganga eftir er því afar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustigi. Tryggja þarf að sálfræðingar leiði uppbyggingu sálfræðiþjónustu, svo hún byggi á sterkum faglegum grunni, og stöðugildi í takt við þjónustuþörf. Höfundur er formaður Félags sálfræðinga í heilsugæslu og sálfræðingur á heilsugæslustöð.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun