Bíó og sjónvarp

Sumar­ljós og svo kemur nóttin keppir á al­þjóð­legu kvik­mynda­há­tíðinni í Tallinn

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Aðstandendur kvimyndarinnar Sumarljós og svo kemur nóttin á frumsýningu hennar á RIFF.
Aðstandendur kvimyndarinnar Sumarljós og svo kemur nóttin á frumsýningu hennar á RIFF. Rainy Siagian

Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Hátíðin fer fram dagana 11. - 27. nóvember.

Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð í Norður-Evrópu. Sumarljós og svo kemur nóttin mun keppa í flokknum Best of Fest, þar sem hún keppir við verðlaunamyndir frá öllum heimshornum.

„Við erum virkilega glöð og hlökkum til að hefja alþjóðlega vegferð Sumarljóss á jafn virtri kvikmyndahátíð og Tallinn Black Nights. Að vera í sérvöldum hópi alþjóðlegra kvikmynda í Best of fest flokknum er okkur einnig mikill heiður,“ segir Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar.

Kvikmyndin verður sýnd á hátíðinni þann 13. nóvember og verður Elfar viðstaddur ásamt glæsilegum leikhópi myndarinnar.

Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 

Enn í sýningu

Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd hér á landi þann 8. október síðastliðinn á RIFF kvikmyndahátíðinni og er enn í sýningu.

Með stærstu hlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Heiða Reed, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Jóhann Sigurðarson, Atli Óskar Fjalarsson, Sigurður Ingvarsson, Kristbjörg Kjeld, Anna María Pitt, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Víkingur Kristjánsson og fleiri.

„Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55,“ segir um söguþráð myndarinnar.


Tengdar fréttir

Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin

Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.