Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2022 13:51 Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, tók við embætti lögmanns Færeyja árið 2019. EPA Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. Í stuttorðri yfirlýsingu í gær tilkynnti flokksstjórn Miðflokksins að flokkurinn sé hættur í stjórnarsamstarfinu en Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn hafa starfað saman að stjórn landsins síðan 2019. Góðar líkur eru taldar á því að niðurstaðan verði að boðað verði til kosninga í landinu þar sem Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, auk stuðningsflokksins Sjálfstæðisflokksins, eru saman með fimmtán þingmenn en sautján þarf til að vera með meirihluta. Bárði hefur enn ekki tekist að fá aðra flokka á þingi til að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Á þrotum Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og formaður Sambandsflokksins, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að nýta heimild í færeyskum lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Sagði Bárður að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans væri á þrotum. Jenis av Rana hafði þá ítrekað talað gegn stefnu Nielsen og gert honum erfitt fyrir í störfum sínum. Jenis er sömuleiðis þekktur fyrir að hafa talað gegn réttindum hinsegin fólks og hefur sagt að ótækt sé að forsætisráðherra sé hinsegin. Áður en tilkynning Bárðar barst hafði Høgni Hoydal, formaður stjórnarandstöðuflokksins Tjóðveldis, boðað vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Ekkert gengur Lögmaðurinn gæti reynt að leita til annarra flokks á færeyska þinginu um að koma inn í ríkisstjórn, en ekki virðast vera miklir möguleikar í stöðunni hvað það varðar. Þannig hafa til dæmis Jafnaðarmenn sagt að þeir muni ekki hlaupa undir bagga og ganga til liðs við ríkisstjórnina. Sömu sögu er að segja af þingmönnum Framsóknar. Kosningar fóru síðast fram í Færeyjum í ágúst 2019. Færeyjar Tengdar fréttir Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í stuttorðri yfirlýsingu í gær tilkynnti flokksstjórn Miðflokksins að flokkurinn sé hættur í stjórnarsamstarfinu en Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn hafa starfað saman að stjórn landsins síðan 2019. Góðar líkur eru taldar á því að niðurstaðan verði að boðað verði til kosninga í landinu þar sem Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, auk stuðningsflokksins Sjálfstæðisflokksins, eru saman með fimmtán þingmenn en sautján þarf til að vera með meirihluta. Bárði hefur enn ekki tekist að fá aðra flokka á þingi til að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Á þrotum Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og formaður Sambandsflokksins, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að nýta heimild í færeyskum lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Sagði Bárður að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans væri á þrotum. Jenis av Rana hafði þá ítrekað talað gegn stefnu Nielsen og gert honum erfitt fyrir í störfum sínum. Jenis er sömuleiðis þekktur fyrir að hafa talað gegn réttindum hinsegin fólks og hefur sagt að ótækt sé að forsætisráðherra sé hinsegin. Áður en tilkynning Bárðar barst hafði Høgni Hoydal, formaður stjórnarandstöðuflokksins Tjóðveldis, boðað vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Ekkert gengur Lögmaðurinn gæti reynt að leita til annarra flokks á færeyska þinginu um að koma inn í ríkisstjórn, en ekki virðast vera miklir möguleikar í stöðunni hvað það varðar. Þannig hafa til dæmis Jafnaðarmenn sagt að þeir muni ekki hlaupa undir bagga og ganga til liðs við ríkisstjórnina. Sömu sögu er að segja af þingmönnum Framsóknar. Kosningar fóru síðast fram í Færeyjum í ágúst 2019.
Færeyjar Tengdar fréttir Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49