Fleiri konur undir fertugt greinast með krabbamein í brjósti en leghálsi Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 10. nóvember 2022 08:00 Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Þannig að ellefu konur yngri en fertugar greinast með brjóstakrabbamein árlega að meðtali á sama tíma greinast átta konur með leghálskrabbamein. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra. Konur fá boð fertugar en er það of seint? Frá 23 ára aldri fá konur á Íslandi boð í skimun fyrir leghálskrabbameini en íslenskar konur eru orðnar fertugar þegar að þær fá fyrst boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ef að þær panta sér tíma og mæta áður en þær verða fertugar þá hefur þeim hreinlega verið vísað í burtu. Dæmi eru til um það að konum hefur verið vísað í burtu vegna þess eins að vera ekki orðnar fertugar þrátt fyrir að vera 39 ára. Jafnvel þó að um ellefu konur á ári eru að greinast undir fertugt. Aukið flækjustig minnkar líkur á að leyta sér aðstoðar Það er ekki í lagi að konum sé vísað burt og þær fái ekki þjónustu. Þær þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og svo kannski komast þær í skimun. Talað hefur verið um að íslenskar konur mæti allra verst á Norðulöndum í skimun og því ber okkur að tryggja það að konur mæti og ef þær mæta þá sé flækjustigið ekki of mikið. Við vitum að það er mun ólíklegra að einstaklingur mætir ef hann þarf að fara á marga staði. Það að konur undir 40 ára eigi fyrst að fara til heimilislæknis áður en þær fara á leitarstöð eykur flækjustig og eykur líkurnar á því að konur bíði til fertugs með það að fara. Mikilvægt að allar konur frá 30 til 40 ára hafi greiðan aðgang að skimun Á síðustu 20 árum hafa 823 konur látist vegna brjóstakrabbameins eða 41 kona á ári að meðaltali. Brjóstakrabbamein er það krabbamein sem að dregur hvað flestar konur á Íslandi til dauða á eftir lungnakrabbameini. Það er mjög mikilvægt að brugðist verði við þessum upplýsingum og að allar konur 30 ára og eldri eigi greiðan aðgang að því að koma í skimun og sé ekki vísað í burtu vegna þess að þær séu ekki búnar að fá tilvísun frá heimilislækni eða orðnar fertugar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Heilbrigðismál Píratar Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Þannig að ellefu konur yngri en fertugar greinast með brjóstakrabbamein árlega að meðtali á sama tíma greinast átta konur með leghálskrabbamein. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra. Konur fá boð fertugar en er það of seint? Frá 23 ára aldri fá konur á Íslandi boð í skimun fyrir leghálskrabbameini en íslenskar konur eru orðnar fertugar þegar að þær fá fyrst boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ef að þær panta sér tíma og mæta áður en þær verða fertugar þá hefur þeim hreinlega verið vísað í burtu. Dæmi eru til um það að konum hefur verið vísað í burtu vegna þess eins að vera ekki orðnar fertugar þrátt fyrir að vera 39 ára. Jafnvel þó að um ellefu konur á ári eru að greinast undir fertugt. Aukið flækjustig minnkar líkur á að leyta sér aðstoðar Það er ekki í lagi að konum sé vísað burt og þær fái ekki þjónustu. Þær þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og svo kannski komast þær í skimun. Talað hefur verið um að íslenskar konur mæti allra verst á Norðulöndum í skimun og því ber okkur að tryggja það að konur mæti og ef þær mæta þá sé flækjustigið ekki of mikið. Við vitum að það er mun ólíklegra að einstaklingur mætir ef hann þarf að fara á marga staði. Það að konur undir 40 ára eigi fyrst að fara til heimilislæknis áður en þær fara á leitarstöð eykur flækjustig og eykur líkurnar á því að konur bíði til fertugs með það að fara. Mikilvægt að allar konur frá 30 til 40 ára hafi greiðan aðgang að skimun Á síðustu 20 árum hafa 823 konur látist vegna brjóstakrabbameins eða 41 kona á ári að meðaltali. Brjóstakrabbamein er það krabbamein sem að dregur hvað flestar konur á Íslandi til dauða á eftir lungnakrabbameini. Það er mjög mikilvægt að brugðist verði við þessum upplýsingum og að allar konur 30 ára og eldri eigi greiðan aðgang að því að koma í skimun og sé ekki vísað í burtu vegna þess að þær séu ekki búnar að fá tilvísun frá heimilislækni eða orðnar fertugar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun