Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2022 08:54 Alidoosti ásamt kollegum sínum við frumsýningu Leila's Brothers í Cannes. epa/Clemens Bilan Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira