Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2022 11:00 Auglýsing fyrir rafmyntina bitcoin í Hong Kong. Gengi rafmynta féll eftir slæm tíðindi um FTX, eina stærstu rafmyntarkauphöll heims. AP/Kin Cheung Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. FTX er nokkurs konar kauphöll þar sem rafmyntir ganga kaupum og sölum. Áhyggjur af stöðu fyrirtækisins leiddi til áhlaups þar sem viðskiptavinir seldu rafmyntir sínar fyrir um sex milljarða dollara, jafnvirði um 889 milljarða íslenskra króna, á aðeins þremur dögum. Áhlaupið varð til þess að Sam Bankman-Fried, forstjóri og stofnandi FTX, bað fjárfesta um að leggja fyrirtækinu til um átta milljarða dollara til þess að það gæti átt fyrir úttektarbeiðnum viðskiptavina sinna samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Breska ríkisútvarpið BBC segir að áhættufjárfestingafélagið Sequoia Capital hafi nú þegar afskrifað meira en 210 milljón dollara fjárfestingu sína í FTX. Sam Bankman-Fried, stofnandi og forstjóri FTX, þegar hann kom fyrir bandaríska þingnefnd í desember.Vísir/Getty Bókhaldið eins og svarthol Binance, stærsta rafmyntarkauphöllin, skoðaði að koma FTX til bjargar en tilkynnti í gær að það ætlaði að sitja hjá eftir að hafa kynnt sér reksturinn. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, og Bankman-Fried eru tvö af stærstu nöfnunum í rafmyntarheiminum og keppinautar. Í yfirlýsingu Binance kom fram að áhyggjur af því að FTX hafi misfarið með fjármuni viðskiptavini og mögulegri rannsókn bandarískra alríkisyfirvalda hafi ráðið því að það féll frá kaupum á keppinautnum. Bókhald FTX hafi verið í miklum ólestri og ómögulegt að greina á milli eigna félagsins og skulda dótturfélags sem hefur verið í kröggum. Einn heimildarmaður AP-fréttastofunnar líkti bókhaldinu við „svarthol“. Reuters-fréttastofan sagði frá því í gær að verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) væri að rannsaka viðskiptahætti FTX, meðal annars hvort fyrirtækið hefði fylgt lögum um verðbréf sem kveða á um að halda skuli eignum viðskiptavina aðskildum og hvort að það hefði mögulega tekið stöður gegn viðskiptavinum sínum. Eftir að Binance dró sig út úr kaupunum á FTX féll gengi rafmyntarinnar bitcoin um þrettán prósent og hefur það ekki verið lægra í tvö ár. Ethereum, hin stóra rafmyntin, féll einnig um þrettán prósent, að sögn AP-fréttastofunnar. Tom Brady og Gisele Bündchen þegar allt lék í lyndi, bæði í hjónabandinu og í rafmyntarbransanum.Getty/Karwai Tang FTT, rafmynt FTX féll hins vegar um meira en helming eftir fréttirnar. Myntin var tífalt meira virði en hún er nú fyrir aðeins viku. Á meðal þeirra sem eru sögð hafa fjárfest háar fjárhæðir í FTX er bandaríski ruðningsmaðurinn Tom Brady og Gisele Bündchen, ofurfyrirsæta og fyrrverandi eiginkona hans. Vefsíðan Gizmodo segir óljóst hversu mikið þau hafi sett í FTX en þau tóku bæði að sér að verða einhvers konar sendiherrar fyrir fyrirtækið í fyrra. Fall Bankman-Fried er einnig hátt. Forbes segir að auðæfi hans þurrkist nær örugglega út en þau hafa fyrst og fremst byggst á markaðsvirði FTX. Þegar mest lét mat tímaritið auð hans á 26,5 milljarða dollara, jafnvirði hátt í fjögur þúsund milljarða íslenskra króna. Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Mest lesið Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
FTX er nokkurs konar kauphöll þar sem rafmyntir ganga kaupum og sölum. Áhyggjur af stöðu fyrirtækisins leiddi til áhlaups þar sem viðskiptavinir seldu rafmyntir sínar fyrir um sex milljarða dollara, jafnvirði um 889 milljarða íslenskra króna, á aðeins þremur dögum. Áhlaupið varð til þess að Sam Bankman-Fried, forstjóri og stofnandi FTX, bað fjárfesta um að leggja fyrirtækinu til um átta milljarða dollara til þess að það gæti átt fyrir úttektarbeiðnum viðskiptavina sinna samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Breska ríkisútvarpið BBC segir að áhættufjárfestingafélagið Sequoia Capital hafi nú þegar afskrifað meira en 210 milljón dollara fjárfestingu sína í FTX. Sam Bankman-Fried, stofnandi og forstjóri FTX, þegar hann kom fyrir bandaríska þingnefnd í desember.Vísir/Getty Bókhaldið eins og svarthol Binance, stærsta rafmyntarkauphöllin, skoðaði að koma FTX til bjargar en tilkynnti í gær að það ætlaði að sitja hjá eftir að hafa kynnt sér reksturinn. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, og Bankman-Fried eru tvö af stærstu nöfnunum í rafmyntarheiminum og keppinautar. Í yfirlýsingu Binance kom fram að áhyggjur af því að FTX hafi misfarið með fjármuni viðskiptavini og mögulegri rannsókn bandarískra alríkisyfirvalda hafi ráðið því að það féll frá kaupum á keppinautnum. Bókhald FTX hafi verið í miklum ólestri og ómögulegt að greina á milli eigna félagsins og skulda dótturfélags sem hefur verið í kröggum. Einn heimildarmaður AP-fréttastofunnar líkti bókhaldinu við „svarthol“. Reuters-fréttastofan sagði frá því í gær að verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) væri að rannsaka viðskiptahætti FTX, meðal annars hvort fyrirtækið hefði fylgt lögum um verðbréf sem kveða á um að halda skuli eignum viðskiptavina aðskildum og hvort að það hefði mögulega tekið stöður gegn viðskiptavinum sínum. Eftir að Binance dró sig út úr kaupunum á FTX féll gengi rafmyntarinnar bitcoin um þrettán prósent og hefur það ekki verið lægra í tvö ár. Ethereum, hin stóra rafmyntin, féll einnig um þrettán prósent, að sögn AP-fréttastofunnar. Tom Brady og Gisele Bündchen þegar allt lék í lyndi, bæði í hjónabandinu og í rafmyntarbransanum.Getty/Karwai Tang FTT, rafmynt FTX féll hins vegar um meira en helming eftir fréttirnar. Myntin var tífalt meira virði en hún er nú fyrir aðeins viku. Á meðal þeirra sem eru sögð hafa fjárfest háar fjárhæðir í FTX er bandaríski ruðningsmaðurinn Tom Brady og Gisele Bündchen, ofurfyrirsæta og fyrrverandi eiginkona hans. Vefsíðan Gizmodo segir óljóst hversu mikið þau hafi sett í FTX en þau tóku bæði að sér að verða einhvers konar sendiherrar fyrir fyrirtækið í fyrra. Fall Bankman-Fried er einnig hátt. Forbes segir að auðæfi hans þurrkist nær örugglega út en þau hafa fyrst og fremst byggst á markaðsvirði FTX. Þegar mest lét mat tímaritið auð hans á 26,5 milljarða dollara, jafnvirði hátt í fjögur þúsund milljarða íslenskra króna.
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Mest lesið Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira