Ægir: Við erum búnir að finna eitthvað mojó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 12:02 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu í undankeppni HM. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á HM og það er í dag. Næsti leikur liðsins, á móti Georgíu í Laugardalshöllinni annað kvöld, ræður miklu um hvort HM-draumurinn lifi góðu lífi eða ekki. Ægir Þór Steinarsson hefur spilað frábærlega með landsliðinu á þessu ári og hann er spenntur fyrir þessu krefjandi verkefni á móti Eurobasket liði Georgíumanna. „Við eigum risastóran leik á móti Georgíu á föstudaginn á okkar heimavelli. Við erum mega peppaðir. Það er góð einbeiting í hópnum og við erum svo sannarlega klárir í þetta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Íslenska liðið hefur unnið alla heimaleiki ársins og er búið að koma sér í mjög góða stöðu í riðlinum. Höfum verið að gera leiki aðeins of áhugaverða „Þetta hefur verið mjög gott og við höfum fengið góðan stuðning. Við höfum verið að spila leikstíl sem hentar okkur. Við erum snöggir að koma okkur inn í hlutina og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í undanfarin ár í þessum gluggum sem hafa verið á undan þessum glugga. Við erum búnir að finna eitthvað mojó og við ætlum að stýra því í rétta átt,“ sagði Ægir Þór. Ægir Þór Steinarsson.S2 Sport Heimaleikir liðsins hafa verið æsispennandi og íslensku strákarnir hafa sýnt mikinn styrk með að klára alla þessa jöfnu leiki. „Við höfum verið að reyna að fá fólk til þess að mæta á völlinn og gera þetta svolítið áhugavert. Við höfum samt verið að gera leiki aðeins of áhugaverða að mínu mati. Maður þarf alltaf að komast yfir þessa hraðahindrun að vinna leiki og sérstaklega á móti stórum þjóðum. Við erum búnir að sanna það að við getum það og það er annað próf fyrir okkur að reyna að klára þennan leik á móti Georgíu,“ sagði Ægir Þór. En hvernig er þetta Georgíulið sem bíður strákanna í Höllinni annað kvöld. Gæði í hverjum einasta leikmanni „Það eru gæði í hverjum einasta leikmanni og þeir eru með þrjá pósta sem eru sérstaklega góðir í þeim [Thad] McFadden, [Tornike] Shengelia og [Giorgi] Shermadini. Þetta eru tvistur, þristum og svo fimman þeirra. Þetta eru leikmenn sem eru í hópi bestu leikmanna í Evrópu. Við erum að fá þvílíka áskorun að spila á móti þeim og að vinna þá væri risastórt,“ sagði Ægir. „Þetta er stærsti leikurinn eins og allir leikir hafa verið. Við erum bara í því að undirbúa okkur og gera okkur klára. Við ætlum að sækja á þá og sækja á stóra og hávaxna leikmenn. Við erum orðnir vanir því í síðustu gluggum og þurfum að venjast því og halda áfram,“ sagði Ægir. Ægir Þór Steinarsson skorar hér á móti Úkraínu.Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins í undanförnum verkefnum. „Það verður einhver að vera fyrirliði en við erum með helling að leiðtogum í þessu liði. Ég stíg bara mjög auðveldlega inn í það hlutverk sama hvað það er. Við erum með leiðtoga í öllum leikstöðum. Við erum með sterka karaktera og mitt hlutverk er að stýra þeim,“ sagði Ægir léttur. Ægir spilar með liði Lucentum Alicante í spænsku b-deildinni en hvernig hefur það gengið? Mjög fjölbreytt og krefjandi hlutverk „Við erum upp og ofan. Það gekk illa til þess að byrja með félagsliðinu en hefur gengið vel undanfarið. Þetta er alltaf þannig á Spáni að við erum að reyna að þjappa saman tíu nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum. Það tekur bara sinn tíma en það hefur gengið mjög vel undanfarið,“ sagði Ægir. „Það er mikil áhersla lögð á það að ég setji boltann í netið ásamt því að dekka besta manninn og allt þetta. Mitt hlutverk er mjög fjölbreytt og mjög krefjandi. Ég fagna því og fagna stórum hlutverkum,“ sagði Ægir. Íslenska liðið hefur spilað heimaleiki sína á árinu í Ólafssal en færir sig nú aftur yfir í Laugardalshöllina. „Það er bara það sem við viljum. Við erum mjög þakklátir fyrir þann tíma sem við fengum í Ólafssal. Það eru mjög skemmtilegar minningar þar en nú bara kominn tími á að stækka salinn, stækka stemmninguna og mæta á stóra sviðið og standa sig,“ sagði Ægir. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ægi fyrir Georgíuleik HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson hefur spilað frábærlega með landsliðinu á þessu ári og hann er spenntur fyrir þessu krefjandi verkefni á móti Eurobasket liði Georgíumanna. „Við eigum risastóran leik á móti Georgíu á föstudaginn á okkar heimavelli. Við erum mega peppaðir. Það er góð einbeiting í hópnum og við erum svo sannarlega klárir í þetta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Íslenska liðið hefur unnið alla heimaleiki ársins og er búið að koma sér í mjög góða stöðu í riðlinum. Höfum verið að gera leiki aðeins of áhugaverða „Þetta hefur verið mjög gott og við höfum fengið góðan stuðning. Við höfum verið að spila leikstíl sem hentar okkur. Við erum snöggir að koma okkur inn í hlutina og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í undanfarin ár í þessum gluggum sem hafa verið á undan þessum glugga. Við erum búnir að finna eitthvað mojó og við ætlum að stýra því í rétta átt,“ sagði Ægir Þór. Ægir Þór Steinarsson.S2 Sport Heimaleikir liðsins hafa verið æsispennandi og íslensku strákarnir hafa sýnt mikinn styrk með að klára alla þessa jöfnu leiki. „Við höfum verið að reyna að fá fólk til þess að mæta á völlinn og gera þetta svolítið áhugavert. Við höfum samt verið að gera leiki aðeins of áhugaverða að mínu mati. Maður þarf alltaf að komast yfir þessa hraðahindrun að vinna leiki og sérstaklega á móti stórum þjóðum. Við erum búnir að sanna það að við getum það og það er annað próf fyrir okkur að reyna að klára þennan leik á móti Georgíu,“ sagði Ægir Þór. En hvernig er þetta Georgíulið sem bíður strákanna í Höllinni annað kvöld. Gæði í hverjum einasta leikmanni „Það eru gæði í hverjum einasta leikmanni og þeir eru með þrjá pósta sem eru sérstaklega góðir í þeim [Thad] McFadden, [Tornike] Shengelia og [Giorgi] Shermadini. Þetta eru tvistur, þristum og svo fimman þeirra. Þetta eru leikmenn sem eru í hópi bestu leikmanna í Evrópu. Við erum að fá þvílíka áskorun að spila á móti þeim og að vinna þá væri risastórt,“ sagði Ægir. „Þetta er stærsti leikurinn eins og allir leikir hafa verið. Við erum bara í því að undirbúa okkur og gera okkur klára. Við ætlum að sækja á þá og sækja á stóra og hávaxna leikmenn. Við erum orðnir vanir því í síðustu gluggum og þurfum að venjast því og halda áfram,“ sagði Ægir. Ægir Þór Steinarsson skorar hér á móti Úkraínu.Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins í undanförnum verkefnum. „Það verður einhver að vera fyrirliði en við erum með helling að leiðtogum í þessu liði. Ég stíg bara mjög auðveldlega inn í það hlutverk sama hvað það er. Við erum með leiðtoga í öllum leikstöðum. Við erum með sterka karaktera og mitt hlutverk er að stýra þeim,“ sagði Ægir léttur. Ægir spilar með liði Lucentum Alicante í spænsku b-deildinni en hvernig hefur það gengið? Mjög fjölbreytt og krefjandi hlutverk „Við erum upp og ofan. Það gekk illa til þess að byrja með félagsliðinu en hefur gengið vel undanfarið. Þetta er alltaf þannig á Spáni að við erum að reyna að þjappa saman tíu nýjum leikmönnum og nýjum þjálfurum. Það tekur bara sinn tíma en það hefur gengið mjög vel undanfarið,“ sagði Ægir. „Það er mikil áhersla lögð á það að ég setji boltann í netið ásamt því að dekka besta manninn og allt þetta. Mitt hlutverk er mjög fjölbreytt og mjög krefjandi. Ég fagna því og fagna stórum hlutverkum,“ sagði Ægir. Íslenska liðið hefur spilað heimaleiki sína á árinu í Ólafssal en færir sig nú aftur yfir í Laugardalshöllina. „Það er bara það sem við viljum. Við erum mjög þakklátir fyrir þann tíma sem við fengum í Ólafssal. Það eru mjög skemmtilegar minningar þar en nú bara kominn tími á að stækka salinn, stækka stemmninguna og mæta á stóra sviðið og standa sig,“ sagði Ægir. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ægi fyrir Georgíuleik
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sjá meira