Innlent

Flestir bíða lengur en þrjá mánuði eftir völdum skurðaðgerðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Biðin eftir að komast í valaðgerð getur verið löng og ströng.
Biðin eftir að komast í valaðgerð getur verið löng og ströng.

Enn bíða of margir eftir völdum skurðaðgerðum í flestum aðgerðarflokkkum, umfram viðmið embættisins um ásættanlegan biðtíma. Þá hefur þeim fjölgað hlutfallslega sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði.

Frá þessu greinir landlæknisembættið á vefsíðu sinni.

Í samantekt á stöðu biðlista eftir völdum skurðaðgerðum nú á haustmánuðum segir að samkvæmt viðmiðum embættisins eigi 80 prósent sjúklinga að komast í aðgerð innan 90 daga. 

Í flestum aðgerðaflokkum hefur meirihluti sjúklinga hins vegar beðið lengur.

Þær aðgerðir sem flestir hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir eru aðgerðir vegna vélindabakflæðis og þindarslits, aðgerðir til brjóstaminnkunar, aðgerðir á maga vegna offitu og gerviliðaaðgerðir á hné.

Í september biðu 3.232 eftir skurðaðgerð á augasteinum, 1.388 eftir gerviliðaaðgerð á hné, 667 eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm, 369 eftir brennsluaðgerð á hjarta, 286 eftir að komast í aðgerða vegna offitu, 260 eftir legnámi og 50 eftir brjóstnámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×