Heimtar afsökunarbeiðni frá Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 13:30 Michael Jordan skorar á Isiah Thomas í frægu einvígi Chicago Bulls og Detroit Pistons í úrslitakeppninni 1991. Getty/Focus Isiah Thomas er ekki búinn að fyrirgefa Michael Jordan og þá erum við ekki bara að tala um Draumaliðið í Barcelona 1992. Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn