Höfuðborg hárra skatta Ólafur Stephensen skrifar 11. nóvember 2022 10:01 Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Reykjavík Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á. Myndin sem teiknast upp er sú að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur eru öll með mun lægri álögur á atvinnuhúsnæði en höfuðborgin og sum hyggjast lækka þær enn frekar á næsta ári. Hafnarfjörður hefur þegar lækkað fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði úr hinu lögleyfða hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% á stuttum tíma til að mæta miklum hækkunum á matinu. Sú prósenta verður óbreytt á næsta ári. Kópavogur hefur tilkynnt lækkun á fasteignaskattinum; hann verður 1,42% á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Í Mosfellsbæ er lagt til að skattprósentan lækki og verði 1,52%. Í Garðabæ er skatturinn 1,55% á þessu ári, en boðað er að lögð verði til lækkun á milli umræðna í bæjarstjórn. Seltjarnarnes hefur lengi skorið sig úr með 1,185% skatt á atvinnuhúsnæði – en einnig þar er boðuð lækkun. Reykjavík, sem innheimtir um helming allra fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á landinu, trónir á toppnum með sín 1,6%. Borgin hefur lækkað skatt á atvinnuhúsnæði bæði seinna og minna en nágrannasveitarfélögin og þannig vegið lítið upp á móti fordæmalausum hækkunum á fasteignamati. Það var ekki fyrr en árið 2021 sem borgin lækkaði skattinn úr hámarkinu, 1,65%, niður í 1,6%. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan skilaði sú breyting sér í tímabundinni lækkun skatttekna á því ári. Á næsta ári mun borgin hins vegar ná þeim áfanga að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafi tvöfaldazt á þeim tíma sem liðinn er frá frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við gerð fasteignamats fyrir atvinnuhúsnæði. Skatttekjur borgarinnar af húsnæði atvinnurekenda hafa þá hækkað úr 8,4 milljörðum árið 2015 í 16,9 milljarða árið 2023 – um 101%. Á þessum tíma hafa skattarnir hækkað um rúmlega milljarð á ári að jafnaði. Lítil lækkun og seint Þetta gerist þrátt fyrir að í meirihluta borgarstjórnar séu flokkar sem lofuðu lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagðist í hlaðvarpsþættinum Kaffikróknum hjá FA vilja færa fasteignaskattinn nær því sem væri t.d. í Hafnarfirði, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sagðist vilja lækka hann niður í 1,55%. Slík lækkun myndi reyndar þýða að borgin væri enn með hæsta fasteignaskattinn á atvinnuhúsnæði af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan í meirihlutasáttmálanum er hins vegar sú að boðuð er lækkun – ekki kemur fram hversu mikil – í lok kjörtímabilsins. Á næsta ári hyggst Reykjavíkurborg sækja 1,7 milljarða í viðbótarskatttekjur til fyrirtækjanna í borginni með því að halda skattprósentunni óbreyttri. Einhverjir sem kusu áðurnefnda flokka út á stefnu þeirra í málefnum atvinnulífsins, hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Höfuðborg atvinnurekstrar? „Fyrirtæki eru að leita annað. Stórfyrirtæki sem vilja koma hingað og reisa stórt atvinnuhúsnæði upp á þúsundir fermetra, fá ekki svör hjá borginni af því að það eru ekki lóðir í boði. Við sjáum fyrirtæki eins og Icelandair sem er að flytja úr borginni. Þetta er allt röng þróun sem við þurfum að snúa við. Ef við horfum á þetta úr þrjátíu þúsund fetum þá vil ég að Reykjavík sé höfuðborg atvinnurekstrar á Íslandi. Það er hægt að snúa þessu við með því að laða fyrirtækin inn í borgina fremur en að ýta þeim út,“ sagði Einar Þorsteinsson, núverandi formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, í áðurnefndum hlaðvarpsþætti FA. Niðurstaðan virðist fremur sú að Reykjavík sé orðin höfuðborg hárra skatta á atvinnulífið. Skattastefnan er hluti af atvinnustefnunni Félag atvinnurekenda gagnrýndi fyrir kosningar að gefin væri út ný atvinnu- og nýsköpunarstefna borgarinnar án þess að minnast einu orði á skatta. Skattastefnan er að sjálfsögðu hluti af atvinnustefnunni. Stefna borgarinnar um háa skatta er ein ástæða þess að fyrirtæki „kjósa með fótunum“, eins og bæjarstjórinn í Kópavogi orðaði það í blaðagrein í vikunni, og færa sig í önnur sveitarfélög. Í samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna í Reykjavík segir: „Við viljum tryggja gott framboð atvinnulóða og finna léttri iðnaðarstarfsemi stað. Við viljum kortleggja eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og skapandi samvinnurýmum og styðja við slíka uppbyggingu í takt við þörf í blandaðri byggð í hverfum.“ Hljómar vel – en hver á að vilja lóðir undir nýtt atvinnuhúsnæði þegar nágrannasveitarfélögin bjóða augljóslega betur, bæði í lóða- og skattamálum? Ef borgarstjórnarmeirihlutanum er alvara með að vilja efla og styðja atvinnulífið í Reykjavík þá dugir ekki skattalækkun eftir þrjú ár. Hún þarf að koma núna til að viðhalda samkeppnishæfni borgarinnar gagnvart nágrannasveitarfélögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn tíma til að gera skynsamlegar breytingar á fjárhagsáætlun næsta árs. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun