Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 13:39 Nicholas Rossi fyrir utan dómshús í Edinborg. AP/Jane Barlow Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna. Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en upphafið má rekja til október 2019 þegar maður að nafni Nicholas Rossi var lagður inn á Queen Elizabeth Háskólasjúkrahúsið í Glasgow vegna kórónuveirusýkingar. Hélt Rossi því staðfastlega fram að hann héti Arthur Knight. Kvaðst hann verða munaðarleysingi frá Írlandi og neitaði að hafa nokkurn tímann komið til Bandaríkjanna. BBC greinir frá. Rossi var á þeim tíma eftirlýstur af Interpol í tengslum við kynferðisbrot gagnvart þremur mismunandi konum í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Hann er einnig grunaður um að hafa framið fjölmörg önnur brot víðsvegar um Bandaríkin. Rossi hafði flúið frá Bandaríkjunum til að forðast saksóknir og reyndi að blekkja yfirvöld þar í landi til að halda að hann væri látinn. Gekk hann meðal annars svo langt að sviðsetja minningarathöfn um sjálfan sig. Þá tjáði hann bandarískum fjölmiðlum að hann væri með krabbamein á lokastigi og ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar. Í kjölfarið birtust fréttir í þarlendum miðlum nokkrum mánuðum síðar þar sem greint var frá „andlátinu.“ Á meðan Rossi lá inni á sjúkrahúsinu í Glasgow vöknuðu grunsemdir hjá starfsfólki vegna áberandi húðflúra á handleggjum hans, en þau komu heim og saman við útlitslýsingar á Rossi í skýrslum Interpol. Leiddi það til þess að Rossi var handtekinn á sjúkrahúsinu í desember 2019 vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin hafði verið út af yfirvöldum í Utah. Sjálfur hélt Rossi því fram að húðflúrin hefðu verið sett á hann á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu, í þeim tilgangi að koma á hann sök. Fyrr í vikunni úrskurðaði dómstóll í Edinborg að umræddur maður væri svo sannarlega Nicholas Rossi og var meðal annars stuðst við fingraför því til sönnunar. Sjálfur hélt Rossi því fram að búið væri að eiga við fingraförin. Framsalskrafa á hendur Rossi er nú í undirbúningi og mun dómstóll í Skotlandi þá ákvarða hvort Rossi verði sendur aftur til Bandaríkjanna.
Erlend sakamál Skotland Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira