Tölum um skólamáltíðir á réttum forsendum Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Birgir Jónsson skrifa 12. nóvember 2022 08:01 Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar