Störfuðu sem læknar án þess að vera með réttindi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. nóvember 2022 15:39 Getty Images Unglingspiltur í Madrid og tæplega þrítug kona á Norður-Spáni hafa verið handtekin, en þau hafa um nokkurt skeið starfað sem læknar án þess að hafa nokkra slíka menntun. Ungi pilturinn hefur áður þóst vera lögreglumaður og skólastjóri. Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu. Spánn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu.
Spánn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira