Harris gulltryggir öldungadeildina en fulltrúadeildin enn óljós Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. nóvember 2022 14:04 Frambjóðandi Demókrata í Nevada, Catherine Cortez Masto (t.v.) og frambjóðandi Repúblikana, Adam Laxalt. Myndin er samsett. Getty/Anna Moneymaker,SOPA Images Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu. Endanleg niðurstaða í öldungadeildinni mun því ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu Georgíubúar ganga aftur til kosninga um sætið þar sem hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en 50 prósent atkvæða. Það breytir samt sem áður ekki stöðu öldungadeildarinnar þar sem Demókratinn og varaforsetinn Kamala Harris hefur úrslitaatkvæðið og gulltryggir sínum flokki meirihluta. Öldungadeildarsæti Georgíu kæmi sér þó vel fyrir Demókrata til þess að ekki þyrfti að treysta á nauman meirihluta hverju sinni. Staðan í fulltrúadeildinni er aftur á móti enn óljós. Reiknað er með því að Repúblikanar tryggi sér meirihluta þar en 218 sæti þarf til þess. Eins og staðan er núna hafa Repúblikanar tryggt sér 211 sæti og Demókratar 204. Tuttugu sæti eru því enn óákveðin. Svo mjótt er á munum í baráttunni hin ýmsu fulltrúadeildarþingsæti að möguleiki er á endur talningu. Þetta á til dæmis við í Colorado. Nánari tölfræði um þingsætin má sjá með því að smella hér eða á vef AP. Nýjustu tölur frá AP.Associated Press Mun á þingdeildunum tveimur má til dæmis sjá á lengd stefnumótunartímabila þingmanna. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár á þingi en fulltrúadeildarþingmenn í tvö ár. Öldungadeildarþingmenn hafa þannig möguleika á að móta stefnu landsins til lengri tíma á meðan fulltrúadeildarþingmenn bregðast meira við málefnum hversdagsins og eru tengdari kjósendum. Þar að auki liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum hjá fulltrúadeild en öldungadeildin hefur mikil áhrif á það hverjir eru skipaðir í hin ýmsu embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, ráðherraembætti og fleira. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Endanleg niðurstaða í öldungadeildinni mun því ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu Georgíubúar ganga aftur til kosninga um sætið þar sem hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en 50 prósent atkvæða. Það breytir samt sem áður ekki stöðu öldungadeildarinnar þar sem Demókratinn og varaforsetinn Kamala Harris hefur úrslitaatkvæðið og gulltryggir sínum flokki meirihluta. Öldungadeildarsæti Georgíu kæmi sér þó vel fyrir Demókrata til þess að ekki þyrfti að treysta á nauman meirihluta hverju sinni. Staðan í fulltrúadeildinni er aftur á móti enn óljós. Reiknað er með því að Repúblikanar tryggi sér meirihluta þar en 218 sæti þarf til þess. Eins og staðan er núna hafa Repúblikanar tryggt sér 211 sæti og Demókratar 204. Tuttugu sæti eru því enn óákveðin. Svo mjótt er á munum í baráttunni hin ýmsu fulltrúadeildarþingsæti að möguleiki er á endur talningu. Þetta á til dæmis við í Colorado. Nánari tölfræði um þingsætin má sjá með því að smella hér eða á vef AP. Nýjustu tölur frá AP.Associated Press Mun á þingdeildunum tveimur má til dæmis sjá á lengd stefnumótunartímabila þingmanna. Öldungadeildarþingmenn sitja í sex ár á þingi en fulltrúadeildarþingmenn í tvö ár. Öldungadeildarþingmenn hafa þannig möguleika á að móta stefnu landsins til lengri tíma á meðan fulltrúadeildarþingmenn bregðast meira við málefnum hversdagsins og eru tengdari kjósendum. Þar að auki liggur valdið til þess að hafa frumkvæði að fjárlögum hjá fulltrúadeild en öldungadeildin hefur mikil áhrif á það hverjir eru skipaðir í hin ýmsu embætti. Hún kemur að því að staðfesta fulltrúa sem að forsetinn skipar til dæmis í dómstóla, ráðherraembætti og fleira.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. 12. nóvember 2022 12:17
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent