„Við setjum markmanninn bara strax fram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. nóvember 2022 07:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, hefur mikla trú á sínum mönnum í vetur. Vísir/Stöð 2 Breiðablik hefur heillað með frammistöðu sinni í upphafi Subway-deildar karla í körfubolta, en leikstíll liðsins hefur komið andstæðingum þess í opna skjöldu. „Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
„Það er ákveðin brú milli núna og ársins í fyrra þannig menn þekkja þeirra hluthverk, hvað þeir eiga að gera og hvað það er sem ég ætlast til af þeim og hvað við erum að reyna að vinna í,“ sagði Pétur Ingvarsson í samtali við Stöð 2 í gær. Blikar spila hraðan bolta og það er helst það sem andstæðingar liðsins eiga í erfiðleikum með. „Það sem við erum kannski að vinna með er að maður hefur séð í fótbolta að þá fer markmaðurinn fram í síðustu spyrnunni til þess að reyna að skora, en við setjum markmanninn bara strax fram. Við reynum að byrja að taka sénsa strax og spilum svolítið svoleiðis. Við erum í rauninni bara að taka áhættur frá fyrstu mínútu. Það er svolítið planið.“ „Við spilum hratt og það er fyrirsjáanlegt í þessu, en við notum bara þau tækifæri sem gefast. Við erum settir saman til að vinna öflug lið og líki þessu svolítið við Davíð og Golíat ef Davíð hefði fengið sverð í höndina þegar hann barðist við Golíat þá hefði hann alltaf tapað, en af því að hann tók tvo steina og teygjubyssu þá náði hann að vinna. Við erum svolítið að vinna með það.“ Ekki einfalt í framkvæmd Þá var Pétur sammála því að svona hröð spilamennska væri ekki auðveld í framkvæmd. „Nei, í grunninn er þetta í sjálfu sér einfalt módel sem við erum að vinna eftir, en það er samt miklu flóknara en menn halda. Þetta lítur einfalt út en er miklu flóknara en menn halda. Það er ekkert auðvelt að spila svona hratt. Það þarf ákveðna taktík og það þarf ákveðna vinnu til að gera þetta svona.“ „Þetta er búið að taka töluverðan tíma og þetta er í rauninni bara framhald frá seinasta ári það sem við erum að gera og árangurinn er að skila sér núna þetta árið. Í fyrra vorum við kannski með mikið af nýjum leikmönnum sem eru svo lykilleikmenn núna.“ Stefna á að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir Nú þegar fimm umferðir hafa verið spilaðar í Subway-deild karla situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap, líkt og Valur og Keflavík sem sitja í fyrst og þriðja sæti. Pétur segir þó að markmið liðsins á tímabilinu sé að sigurleikirnir verði fleiri en tapleikirnir. „Okkar markmið er bara að vera með svona „winning season“ þetta tímabilið. Vinna fleiri leiki en tapa og það yrðu besti árangur Breiðabliks frá upphafi. Ef við stefnum á að vinna fleiri leiki en tapa þá höfum við ansi gott svigrúm til að vinna með varðandi sigurleiki. En við verðum að vinna þá 12 leiki í vetur og það er bara planið.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt lið og ég hugsa að þetta sé eitt sterkasta lið sem Breiðablik hefur teflt fram í körfubolta frá upphafi. Þannig ég held að við eigum alveg góða möguleika, en meiðsl og annað geta gert slæmt fyrir okkur.“ Pétur ræddi einnig um gott gengi fjölskyldumeðlima sinna í boltanum, tíma sinn hjá Hamri og ýmislegt fleira, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika
Subway-deild karla Breiðablik Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum