Snarræði áhafnar þyrlunnar bjargaði mannslífi Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 07:00 Flugstjórinn Þórarinn Ingi Ingason studdist við nætursjónauka. Hann gerði þó lítið gagn vegna slæms skyggnis. Andri Jóhannesson Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komst í hann krappan á föstudag þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð í aftakaveðri. Áhöfnin ákvað að fljúga þyrlunni aftur á bak inn Skutulsfjörð og komst þannig á leiðarenda. Læknar sem meðhöndluðu manninn á Landspítalanum segja snarræði áhafnarinnar hafa bjargað lífi hans. Þegar útkall barst Landhelgisgæslunni á föstudag var vægast sagt aftakaveður á Ísafjarðardjúpi, vindhraði náði 35 til 40 metrum á sekúndu og skyggni var gott sem ekkert. Andri Jóhannesson, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni, skipaði áhöfn þyrlunnar sem sinnti verkefninu ásamt þeim Þórarni Inga Ingasyni flugstjóra, Jóhanni Eyfeld stýrimanni, Árna Frey Sigurðssyni flugvirkja og Birki Hlynssyni lækni. Hann segir í samtali við Vísi að útkallið hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur sinnt á fimmtán ára ferli hjá Landhelgisgæslunni. Gátu ekki flogið með vindinn í rassinn Andri segir að þegar komið var að Vestfjörðum hafi veður verið svo slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga beint að Ísafirði eins og venjulega. Því hafi verið ákveðið að lækka flugið niður í þrjú hundruð fet [um eitt hundrað metra] og fljúga út Breiðafjörðinn vestur fyrir Vestfjarðakjálkann. Þá hafi vindur staðið úr Norð-norðvestri beint inn í Ísafjarðardjúp og stórhættulegt hefði verið að fljúga með vindinn „í rassinn“ inn fjörðinn. Hann segir aðflugið að Ísafirði vera með því erfiðara sem gerist. Flugvöllurinn sé umkringdur háum fjöllum í mjóum firðinum. Hann segir að áhöfnin hafi tvisvar reynt að fljúga inn fjörðinn í lítilli hæð og nánast engu skyggni en svo ákveðið að það væri ómögulegt. Lentu til að funda Þá voru góð ráð dýr og áhöfnin ákvað í sameiningu að reyna að lenda þyrlunni til þess að funda um stöðuna. Áhöfnin var nálægt því að hverfa frá útkallinu þegar skyggni bættist örlítið og sást til Bolungarvíkur. Þá var ákveðið að lenda þyrlunni á malarvegi við muna Bolungarvíkurganga. Þegar staðan var tekin kom í ljós að eldsneytisbirgðir þyrlunnar myndu sennilega ekki duga til þess að komast aftur til Reykjavíkur enda hafði þyrlan verið töluvert lengur á lofti en gert var ráð fyrir og það í öflugum mótvindi alla leiðina frá Reykjavík. Þá varð ljóst að ekki yrði unnt að færa sjúklinginn til Bolungarvíkur þar sem hann var ekki í ástandi til þess. Því var það eina í stöðunni að komast til Ísafjarðar, þar sem hægt væri að taka eldsneyti og sækja sjúklinginn. Flugu fimm kílómetra aftur á bak Andri segir að ljóst hafi verið að ekki yrði hægt að fljúga með hefðbundnum hætti inn á Ísafjörð með öflugan vindinn í bakið. Þá hefði verið ómögulegt að snúa þyrlunni við til þess að lenda. Því var ákveðið að bakka inn allan Hnífsdalinn með vindinn „í nefið“. Til þess að rata leiðina var flugvirkjanum Árna Frey falið að vísa veginn. Það gerði hann með því að hanga hálfur út úr þyrlunni aftanverðri fastur í beisli. Með leiðsögn Árna Freys og flugfimi flugstjórans og flugmannsins tókst að bakka þyrlunni um fimm kílómetra leið á um tuttugu mínútum. Aðstæður voru erfiðar á Ísafjarðarflugvelli.Andri Jóhannesson Þegar á Ísafjörð var komið var eldsneyti tekið með svokallaðri „hot refueling“ aðferð, þar sem ekki er slökkt á hreyflum þyrlunnar, enda var of hvasst til þess að ræsa þá á ný. Á meðan eldsneyti var dælt á þyrluna var sjúklingnum, sem þegar hafði þurft að endurlífga einu sinni, komið fyrir í þyrlunni. Var vart hugað líf Sem áður segir má með sanni segja að áhöfn þyrlunnar hafi bjargað mannslífi á föstudaginn enda var maðurinn sem sóttur var vestur búinn að fá hjartaáfall. Hann var sendur í aðgerð tafarlaust eftir komuna til Reykjavíkur og segja læknar sem framkvæmdu aðgerðina að hann hefði látið lífið án hennar. Að sögn Andra er maðurinn nú við fulla heilsu. Sýnir fram á mikilvægi þyrlubjörgunarmála Andri segir að atvikið á föstudag sýni fram á það hversu mikilvægt sé að þyrlubjörgunarmál hér á landi séu í lagi. Ekki sé langt síðan engin þyrla var tiltæk til útkalla og það gerist oft að einungis ein þyrla og ein áhöfn sé tiltæk. Tvær þyrlur og tvær áhafnir þurfi til þess að sinna útköllum í meira en tuttugu sjómílna fjarlægð. „Þetta skrifast náttúrulega fyrst og fremst á stjórnvöld,“ segir hann. Þá segir Andri að málaflokkurinn sé sérlega mikilvægur hér á landi enda búum við á eyju lengst úti í Atlantshafi og getum því ekki reitt okkur á aðstoð annarra líkt og hin Norðurlöndin og Bretar geta gert. Svo ekki sé minnst á það að Ísland sé erfiðasta leitar- og björgunarsvæði í heiminum. Að lokum bendir Andri á að einnig sé mikilvægt að Landhelgisgæslan fái fjármagn til þess að geta æft sig við allar aðstæður. Enda hefði verkefnið á föstudag verið ómögulegt án þrautþjálfaðrar áhafnar. Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Landspítalinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þegar útkall barst Landhelgisgæslunni á föstudag var vægast sagt aftakaveður á Ísafjarðardjúpi, vindhraði náði 35 til 40 metrum á sekúndu og skyggni var gott sem ekkert. Andri Jóhannesson, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni, skipaði áhöfn þyrlunnar sem sinnti verkefninu ásamt þeim Þórarni Inga Ingasyni flugstjóra, Jóhanni Eyfeld stýrimanni, Árna Frey Sigurðssyni flugvirkja og Birki Hlynssyni lækni. Hann segir í samtali við Vísi að útkallið hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur sinnt á fimmtán ára ferli hjá Landhelgisgæslunni. Gátu ekki flogið með vindinn í rassinn Andri segir að þegar komið var að Vestfjörðum hafi veður verið svo slæmt að ekki hafi verið hægt að fljúga beint að Ísafirði eins og venjulega. Því hafi verið ákveðið að lækka flugið niður í þrjú hundruð fet [um eitt hundrað metra] og fljúga út Breiðafjörðinn vestur fyrir Vestfjarðakjálkann. Þá hafi vindur staðið úr Norð-norðvestri beint inn í Ísafjarðardjúp og stórhættulegt hefði verið að fljúga með vindinn „í rassinn“ inn fjörðinn. Hann segir aðflugið að Ísafirði vera með því erfiðara sem gerist. Flugvöllurinn sé umkringdur háum fjöllum í mjóum firðinum. Hann segir að áhöfnin hafi tvisvar reynt að fljúga inn fjörðinn í lítilli hæð og nánast engu skyggni en svo ákveðið að það væri ómögulegt. Lentu til að funda Þá voru góð ráð dýr og áhöfnin ákvað í sameiningu að reyna að lenda þyrlunni til þess að funda um stöðuna. Áhöfnin var nálægt því að hverfa frá útkallinu þegar skyggni bættist örlítið og sást til Bolungarvíkur. Þá var ákveðið að lenda þyrlunni á malarvegi við muna Bolungarvíkurganga. Þegar staðan var tekin kom í ljós að eldsneytisbirgðir þyrlunnar myndu sennilega ekki duga til þess að komast aftur til Reykjavíkur enda hafði þyrlan verið töluvert lengur á lofti en gert var ráð fyrir og það í öflugum mótvindi alla leiðina frá Reykjavík. Þá varð ljóst að ekki yrði unnt að færa sjúklinginn til Bolungarvíkur þar sem hann var ekki í ástandi til þess. Því var það eina í stöðunni að komast til Ísafjarðar, þar sem hægt væri að taka eldsneyti og sækja sjúklinginn. Flugu fimm kílómetra aftur á bak Andri segir að ljóst hafi verið að ekki yrði hægt að fljúga með hefðbundnum hætti inn á Ísafjörð með öflugan vindinn í bakið. Þá hefði verið ómögulegt að snúa þyrlunni við til þess að lenda. Því var ákveðið að bakka inn allan Hnífsdalinn með vindinn „í nefið“. Til þess að rata leiðina var flugvirkjanum Árna Frey falið að vísa veginn. Það gerði hann með því að hanga hálfur út úr þyrlunni aftanverðri fastur í beisli. Með leiðsögn Árna Freys og flugfimi flugstjórans og flugmannsins tókst að bakka þyrlunni um fimm kílómetra leið á um tuttugu mínútum. Aðstæður voru erfiðar á Ísafjarðarflugvelli.Andri Jóhannesson Þegar á Ísafjörð var komið var eldsneyti tekið með svokallaðri „hot refueling“ aðferð, þar sem ekki er slökkt á hreyflum þyrlunnar, enda var of hvasst til þess að ræsa þá á ný. Á meðan eldsneyti var dælt á þyrluna var sjúklingnum, sem þegar hafði þurft að endurlífga einu sinni, komið fyrir í þyrlunni. Var vart hugað líf Sem áður segir má með sanni segja að áhöfn þyrlunnar hafi bjargað mannslífi á föstudaginn enda var maðurinn sem sóttur var vestur búinn að fá hjartaáfall. Hann var sendur í aðgerð tafarlaust eftir komuna til Reykjavíkur og segja læknar sem framkvæmdu aðgerðina að hann hefði látið lífið án hennar. Að sögn Andra er maðurinn nú við fulla heilsu. Sýnir fram á mikilvægi þyrlubjörgunarmála Andri segir að atvikið á föstudag sýni fram á það hversu mikilvægt sé að þyrlubjörgunarmál hér á landi séu í lagi. Ekki sé langt síðan engin þyrla var tiltæk til útkalla og það gerist oft að einungis ein þyrla og ein áhöfn sé tiltæk. Tvær þyrlur og tvær áhafnir þurfi til þess að sinna útköllum í meira en tuttugu sjómílna fjarlægð. „Þetta skrifast náttúrulega fyrst og fremst á stjórnvöld,“ segir hann. Þá segir Andri að málaflokkurinn sé sérlega mikilvægur hér á landi enda búum við á eyju lengst úti í Atlantshafi og getum því ekki reitt okkur á aðstoð annarra líkt og hin Norðurlöndin og Bretar geta gert. Svo ekki sé minnst á það að Ísland sé erfiðasta leitar- og björgunarsvæði í heiminum. Að lokum bendir Andri á að einnig sé mikilvægt að Landhelgisgæslan fái fjármagn til þess að geta æft sig við allar aðstæður. Enda hefði verkefnið á föstudag verið ómögulegt án þrautþjálfaðrar áhafnar.
Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Landspítalinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira