Landsliðskonurnar okkar sáu Brady spila, vinna og setja met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 13:01 Tom Brady var kátur á blaðamananfundi eftir sigur Tampa Bay Buccaneers. Getty/Sebastian Widmann Allt snerist um NFL-deildina í München í gær þegar þar var spilaður í fyrsta sinn leikur í NFL-deildinni á þýskri grundu. Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) NFL Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á leiknum en miðarnir seldust upp á svipstundu enda stukku Þjóðverjar á tækifærið að sjá Tom Brady, besta leikmann sögunnar, spila í sínu eigin landi. Brady brást heldur ekki því hann leiddi lið sitt, Tampa Bay Buccaneers til 21-16 sigur á Seattle Seahawks á Allianz Arena. Brady átti tvær snertimarkssendingar og sú fyrri á annan reynslubolta, Julio Jones, var fyrsta snertimarkið sem var skorað í NFL-deildinni á þýskri grundu. Með því að vinna þennan leik í gær þá hefur Brady nú unnið NFL leik í Bandaríkjunum, á Englandi, í Mexíkó og nú í Þýskalandi. Enn eitt NFL-metið í eigu kappans. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Það var gríðarleg stemmning á leikvanginum og sungu áhorfendur meðal annars saman nokkra góða kantrýslagara sem Brady kunnu sérstaklega að meta eins og kom fram á blaðamannafundi hans eftir leik. Það má sjá Brady ræða þetta með því að fletta hér fyrir ofan. Útlitið var ekki bjart hjá Brady og félögum á dögunum eftir þrjú töp í röð og fimm töp í sex leikjum. Nú hefur liðið aftur á móti unnið tvo leiki í röð og það er að birta til í herbúðum Buccaneers. Meðal þeirra sem fengu miða voru leikmenn kvennaliðs Bayern og eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum tveggja íslenskra landsliðskvenna þá voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á vellinum í gær. Bayern birti meðal annars mynd af fótboltastelpunum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þær Glódís Perla og Karólína Lea eru saman lengt frá ljósmyndaranum. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
NFL Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira