Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2022 11:31 Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Aston Villa sem var líklega síðasti leikur hans fyrir Manchester United. getty/Stu Forster Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. United vann dramatískan útisigur á Fulham, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn féll þó í skuggann af viðtali Piers Morgan við Ronaldo þar sem hann fór ekki fögrum orðum um United, sakaði Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, um vanvirðingu, sagði Wayne Rooney vera ófríðan og svo framvegis. Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að Ronaldo hafi verið tjáð á fimmtudaginn að hann myndi ekki byrja inn á gegn Fulham en yrði í leikmannahópi United. Þá hafi Portúgalinn tjáð félaginu að hann væri veikur. Solhekol segir að enginn hjá United hafi vanvirt Ronaldo, öfugt við það sem hann heldur fram, þótt hann hafi beðið um að fara frá félaginu og neitað að koma inn á sem varamaður í sigrinum á Tottenham. Ronaldo was told on Thursday that he would not be in the starting XI against Fulham but he would have been in the squad. He told the club he was ill. No one at United has ever disrespected Ronaldo - even after he asked to leave & after he refused to come on as a sub v Spurs 3/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Að sögn Solhekols fékk United veður af viðtalinu þegar liðið var á heimleið til Manchester eftir sigurinn á Fulham. Ten Hag og leikmenn United ku vera afar ósáttir við tímasetningu viðtalsins og skilja ekki hvað honum gekk til. Þeir eru afar vonsviknir með að hann hafi vanvirt félagið, stjórann og leikmennina með þessum hætti. Erik Ten Hag and Manchester United players are extremely disappointed with the manner and timing of Cristiano Ronaldo's interview. Club only found out about the interview as they were preparing to fly back from London this evening after the Fulham game. 1/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Manchester United are likely to now consider all their options regarding Ronaldo. Management and players don't understand why he has said what he has said. They are hugely disappointed that he would disrespect the club, his manager and teammates in this way. 2/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Ronaldo hefur leikið sextán leiki fyrir United á þessu tímabili en erfitt er að sjá að þeir verði fleiri. Portúgalinn var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili en hefur aðeins skorað þrjú mörk í vetur. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki. Liðið er þremur stigum frá 4. sætinu en á leik til góða á Tottenham sem er í því. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira
United vann dramatískan útisigur á Fulham, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn féll þó í skuggann af viðtali Piers Morgan við Ronaldo þar sem hann fór ekki fögrum orðum um United, sakaði Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, um vanvirðingu, sagði Wayne Rooney vera ófríðan og svo framvegis. Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að Ronaldo hafi verið tjáð á fimmtudaginn að hann myndi ekki byrja inn á gegn Fulham en yrði í leikmannahópi United. Þá hafi Portúgalinn tjáð félaginu að hann væri veikur. Solhekol segir að enginn hjá United hafi vanvirt Ronaldo, öfugt við það sem hann heldur fram, þótt hann hafi beðið um að fara frá félaginu og neitað að koma inn á sem varamaður í sigrinum á Tottenham. Ronaldo was told on Thursday that he would not be in the starting XI against Fulham but he would have been in the squad. He told the club he was ill. No one at United has ever disrespected Ronaldo - even after he asked to leave & after he refused to come on as a sub v Spurs 3/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Að sögn Solhekols fékk United veður af viðtalinu þegar liðið var á heimleið til Manchester eftir sigurinn á Fulham. Ten Hag og leikmenn United ku vera afar ósáttir við tímasetningu viðtalsins og skilja ekki hvað honum gekk til. Þeir eru afar vonsviknir með að hann hafi vanvirt félagið, stjórann og leikmennina með þessum hætti. Erik Ten Hag and Manchester United players are extremely disappointed with the manner and timing of Cristiano Ronaldo's interview. Club only found out about the interview as they were preparing to fly back from London this evening after the Fulham game. 1/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Manchester United are likely to now consider all their options regarding Ronaldo. Management and players don't understand why he has said what he has said. They are hugely disappointed that he would disrespect the club, his manager and teammates in this way. 2/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Ronaldo hefur leikið sextán leiki fyrir United á þessu tímabili en erfitt er að sjá að þeir verði fleiri. Portúgalinn var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili en hefur aðeins skorað þrjú mörk í vetur. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki. Liðið er þremur stigum frá 4. sætinu en á leik til góða á Tottenham sem er í því.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira