Tæplega tíu þúsund færri en reiknað var með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. nóvember 2022 10:20 Mannfjöldinn á Íslandi var 359.122 þann 1. janúar 2021, samkvæmt manntali. Vísir/Vilhelm Rétt tæplega tíu þúsund fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá en teljast til mannfjölda hér á landi, miðað við manntal ársins í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar þar sem fjallað er um niðurstöður manntalsins 2021, sem tekið er á tíu ára fresti. Þar kemur fram að mannfjöldi á Íslandi var 359.122 á manntalsdegi, þann 1. janúar 2021. Íbúum fjölgaði um 13,8 prósent frá því að manntal var tekið síðast árið 2011. Það vekur athygli að mannfjöldi í manntalinu 2021 er lægri en mannfjöldinn samkvæmt Þjóðskrá og munar þar um tæplega tíu þúsund manns. „Fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá (368.791) en teljast til mannfjölda samkvæmt manntalinu 2021 (359.112). Alls töldust 11.343 ekki til mannfjölda í manntali og 1.674 var bætt við. Mestu munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga,“ segir á vef Hagstofunnar. Er þar vísað í að til að meta þetta misræmi hafi verið stuðst við svokallaða lífsmerkjarannsókn Hagstofunnar. Um er að ræða líkan sem nýtir margvíslegar upplýsingar úr úrtaksrannsóknum Hagstofunnar og opinberum skrám til þess að spá fyrir um þann fjölda sem býr erlendis þrátt fyrir að vera með skráð lögheimili á Íslandi. „Niðurstaðan var sú að 7.701 einstaklingur búi erlendis þrátt fyrir að vera með íslenskt lögheimili í þjóðskrá,“ segir á vef Hagstofunnar en sjá má sundurliðun á útreikningum Hagstofunnar hér að neðan. Í manntalinu koma einnig fram ýmsar aðrar upplýsingar, svo sem að fjölgun var í öllum landshlutum frá 2011 til 2021, mest á Suðurnesjum, 28,2 prósent, og minnst á Norðurlandi vestra, 0,6 prósent. Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar þar sem fjallað er um niðurstöður manntalsins 2021, sem tekið er á tíu ára fresti. Þar kemur fram að mannfjöldi á Íslandi var 359.122 á manntalsdegi, þann 1. janúar 2021. Íbúum fjölgaði um 13,8 prósent frá því að manntal var tekið síðast árið 2011. Það vekur athygli að mannfjöldi í manntalinu 2021 er lægri en mannfjöldinn samkvæmt Þjóðskrá og munar þar um tæplega tíu þúsund manns. „Fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá (368.791) en teljast til mannfjölda samkvæmt manntalinu 2021 (359.112). Alls töldust 11.343 ekki til mannfjölda í manntali og 1.674 var bætt við. Mestu munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga,“ segir á vef Hagstofunnar. Er þar vísað í að til að meta þetta misræmi hafi verið stuðst við svokallaða lífsmerkjarannsókn Hagstofunnar. Um er að ræða líkan sem nýtir margvíslegar upplýsingar úr úrtaksrannsóknum Hagstofunnar og opinberum skrám til þess að spá fyrir um þann fjölda sem býr erlendis þrátt fyrir að vera með skráð lögheimili á Íslandi. „Niðurstaðan var sú að 7.701 einstaklingur búi erlendis þrátt fyrir að vera með íslenskt lögheimili í þjóðskrá,“ segir á vef Hagstofunnar en sjá má sundurliðun á útreikningum Hagstofunnar hér að neðan. Í manntalinu koma einnig fram ýmsar aðrar upplýsingar, svo sem að fjölgun var í öllum landshlutum frá 2011 til 2021, mest á Suðurnesjum, 28,2 prósent, og minnst á Norðurlandi vestra, 0,6 prósent.
Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira