Tónlist

Sagan á bak við gítarinn sem Mugison spilar á

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mugison á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð.
Mugison á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð. Vísir/Rakel Rún

Mugison kom fram á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð í síðustu viku. Hann var þar með forláta gítar sem er orðinn sjúskaður að sjá. 

„Ég veit ekki alveg hvað þetta er löng saga en ég ætla að reyna að koma með stuttu útgáfuna,“ svaraði Mugison þegar Vala Eiríks kynnir kvöldsins spurði um söguna á bak við gripinn.

„Emiliana Torrini fékk mig til að hita upp fyrir sig fyrir fimmtán árum síðan í útlöndum og ég fór geggjað spenntur út með gítarinn minn.“

Þegar tónlistarmaðurinn sat inni í flugvélinni á flugvellinum í Glasgow sá hann þegar starfsfólk flugvallarins kastaði gítartöskunni á vagn, en það fór ekki betur en svo að hún endaði á jörðinni. 

„Hann brotnaði þannig að mig vantaði gítar.“

Mugison hafði nýlega fengið greitt milljón fyrir verkefni. Hann var á þessum tíma með þriggja milljón króna yfirdrátt en datt ekki í hug að borga hann niður. Stefnan var þá tekin á gítarverslun. 

Frásögnina má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.