Einstaklingum í uppbótarmeðferð fjölgað úr 276 í 438 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2022 07:22 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum. Þetta kemur fram í svörum Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Diljá Mistar Einarsdóttur um skaðaminnkun. Diljá spurði ráðherra hvort til stæði að veita læknum heimild til að ávísa ópíóðum eða sambærilegum efnum til einstaklinga með víumefnavanda með skaðaminnkuna að markmiði, líkt og tíðkast í Danmörku og víðar. „Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Til upplýsingar þá eru leyfisskyld lyf greidd af fjárlagalið leyfisskyldra lyfja og eru sjúklingum að kostnaðarlausu. Lyfjanefnd Landspítala hefur yfirumsjón með leyfisskyldum lyfjum,“ segir í svari ráðherra. Þá segir að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafi gert með sér samning um viðhaldsmeðferðir gegn ópíumfíkn, sem starfrækt er á göngudeild Sjúkrahússins Vogs á Stórhöfða. SÁÁ hafi þannig sinnt meginhlutverki meðferðarinnar en nokkur hluti sjúklinga í göngudeildarþjónustu SÁÁ eða undir eftirliti geðlækna sæki lyfin sín á töfluformi í apótek. Ef um ávísun á forðastungulyf sé að ræða sé notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun. Töfluformið verði að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum og eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði megi ávísa lyfjunum. „Þar sem um leyfisskylt lyf er að ræða leggur lyfjanefnd Landspítala línurnar fyrir heimild fyrir notkun lyfsins. Lyfjanefnd gefur út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að meðferð til að einstaklingur hljóti niðurgreiðslu. Leiðbeiningarnar innihalda gjarnan upplýsingar um hvaða sérgreinar og stofnanir geta ávísað lyfinu, hvert mat skal vera fyrir meðferð, hvernig eftirfylgni skuli háttað og upplýsingar um umsóknarferli.“ Svar ráðherra. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Diljá Mistar Einarsdóttur um skaðaminnkun. Diljá spurði ráðherra hvort til stæði að veita læknum heimild til að ávísa ópíóðum eða sambærilegum efnum til einstaklinga með víumefnavanda með skaðaminnkuna að markmiði, líkt og tíðkast í Danmörku og víðar. „Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Til upplýsingar þá eru leyfisskyld lyf greidd af fjárlagalið leyfisskyldra lyfja og eru sjúklingum að kostnaðarlausu. Lyfjanefnd Landspítala hefur yfirumsjón með leyfisskyldum lyfjum,“ segir í svari ráðherra. Þá segir að Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ hafi gert með sér samning um viðhaldsmeðferðir gegn ópíumfíkn, sem starfrækt er á göngudeild Sjúkrahússins Vogs á Stórhöfða. SÁÁ hafi þannig sinnt meginhlutverki meðferðarinnar en nokkur hluti sjúklinga í göngudeildarþjónustu SÁÁ eða undir eftirliti geðlækna sæki lyfin sín á töfluformi í apótek. Ef um ávísun á forðastungulyf sé að ræða sé notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun. Töfluformið verði að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum og eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði megi ávísa lyfjunum. „Þar sem um leyfisskylt lyf er að ræða leggur lyfjanefnd Landspítala línurnar fyrir heimild fyrir notkun lyfsins. Lyfjanefnd gefur út leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að meðferð til að einstaklingur hljóti niðurgreiðslu. Leiðbeiningarnar innihalda gjarnan upplýsingar um hvaða sérgreinar og stofnanir geta ávísað lyfinu, hvert mat skal vera fyrir meðferð, hvernig eftirfylgni skuli háttað og upplýsingar um umsóknarferli.“ Svar ráðherra.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira