Lífið

9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperu­söngvari

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Pétur Jóhann kom öllum á óvart á úrslitakvöldi Idol árið 2009.
Pétur Jóhann kom öllum á óvart á úrslitakvöldi Idol árið 2009.

Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn.

„Hann hefur gert garðinn frægan fyrir mismunandi raddbeitingu. Í upphafi var hann oftast þekktur fyrir það að leika kött en síðan hefur hann náð að taka óperulag og snýta því,“ sagði Idol kynnirinn Simmi þegar hann kynnti Pétur inn á svið.

Úrslitakvöldið snerist í kringum þær Hröfnu og Önnu Hlín sem stóðu tvær eftir í keppninni. Það má þó segja að Pétur Jóhann hafi ekki gefið þeim stöllum neitt eftir með flutningi sínum.

Pétur steig á stokk, hvítklæddur og vatnsgreiddur, og flutti hina heimsfrægu aríu Nessun dorma úr óperunni Turandot eftir Puccini. Atriði Péturs var úr sýningu sem hann var með í Borgarleikhúsinu á þessum tíma, Sannleikurinn.

Það vissu líklega fáir hvaða pípur þessi maður hefur að geyma. Hann gaf sig allan í flutninginn og virtist koma áhorfendum verulega á óvart.

Klippa: Pétur Jóhann - Idol

Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. 


Tengdar fréttir

13 dagar í Idol: Manst þú eftir fé­lögunum Arnari og Gunnari?

„Þið tveir ættuð eiginlega bara að flétta hárið ykkar saman og labba eins og síamstvíburar í einni og sömu lopapeysunni í leiklistarskólann.“ Þetta hafði Idol dómarinn Páll Óskar að segja eftir áheyrnarprufu félaganna Arnars og Gunnars.

14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér

„Ég ætla að vinna Idol keppnina, af því ég held ég geti það,“ sagði hin 23 ára gamla Hildur Vala Einarsdóttir þegar hún mætti í sínar fyrstu prufur á Hótel Loftleiðum í ágúst árið 2004, ásamt um 1400 öðrum keppendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.