Trump lýsir yfir framboði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 16. nóvember 2022 06:37 Donald Trump hefur nú lýst yfir forsetaframboði í þriðja sinn. AP Photo/Rebecca Blackwell Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. Trump hélt blaðamannafund á heimili sínu í Flórída þar sem hann talaði í rúma klukkustund. Hann fór yfir víðan völl eins og venjulega og gagnrýndi núverandi forseta Joe Biden harðlega. Trump segist ætla að leiða Bandaríkin til baka á hæsta stall og sagði að hann og stuðningsmenn hans verði að bjarga Bandaríkjunum. Trump hafði ítrekað ýjað sterklega að framboði og því kemur yfirlýsingin ekki sérstaklega á óvart. Hinsvegar hafa áhrifamenn í Repúblikanaflokknum margir hverjir stigið fram síðustu daga og lýst andstöðu sinni við framboð Trumps, og ekki síður við tímasetningu yfirlýsingarinnar. Repúblikönum gekk ekki nærri því eins vel og spáð hafði verið í þingkosningunum á dögunum og raunar er enn tvísýnt um að þeir nái völdum í fulltrúadeildinni, sem fyrir kosningar hafði verið talið einskonar formsatriði. Þeir frambjóðendur flokksins sem Trump studdi hvað dyggilegast við bakið á í kosningabaráttunni töpuðu margir hverjir og því er það gagnrýnt að Trump lýsi yfir framboði svo snemma eftir kosningarnar. Trump er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði en líklegt er talið að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Þar hafa verið nefndir Mike Pence fyrrverandi varaforseti Trumps og Ron DeSantis ríkisstjóri í Flórída. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Trump hélt blaðamannafund á heimili sínu í Flórída þar sem hann talaði í rúma klukkustund. Hann fór yfir víðan völl eins og venjulega og gagnrýndi núverandi forseta Joe Biden harðlega. Trump segist ætla að leiða Bandaríkin til baka á hæsta stall og sagði að hann og stuðningsmenn hans verði að bjarga Bandaríkjunum. Trump hafði ítrekað ýjað sterklega að framboði og því kemur yfirlýsingin ekki sérstaklega á óvart. Hinsvegar hafa áhrifamenn í Repúblikanaflokknum margir hverjir stigið fram síðustu daga og lýst andstöðu sinni við framboð Trumps, og ekki síður við tímasetningu yfirlýsingarinnar. Repúblikönum gekk ekki nærri því eins vel og spáð hafði verið í þingkosningunum á dögunum og raunar er enn tvísýnt um að þeir nái völdum í fulltrúadeildinni, sem fyrir kosningar hafði verið talið einskonar formsatriði. Þeir frambjóðendur flokksins sem Trump studdi hvað dyggilegast við bakið á í kosningabaráttunni töpuðu margir hverjir og því er það gagnrýnt að Trump lýsi yfir framboði svo snemma eftir kosningarnar. Trump er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði en líklegt er talið að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Þar hafa verið nefndir Mike Pence fyrrverandi varaforseti Trumps og Ron DeSantis ríkisstjóri í Flórída.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21
Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35
Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11