60 prósent aukning á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 23:31 Sjúkrahúsið Vogur. Vísir/Vilhelm Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Frá árinu 2019 hefur orðið tæplega 60 prósent aukning á slíkri lyfjagjöf. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins fyrr í vikunni. Diljá Mist lagði fram þá fyrirspurn hvort ráðherra hefði í hyggju að veita læknum heimild til að ávísa ópíóíðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, í þeim tilgang að ýta undir skaðaminnkun. Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Úr 276 í 438 Í svari Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra er vísað í gögn lyfjanefndar Landspítala sem sýna að árið 2019 var fjöldi einstaklinga í slíkri lyfjameðferð 276 en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Eru þeir aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri og hafa ávísanirnar aðallega verið á höndum sérfræðinga í geðlækningum. Einnig hafa aðrir sérfræðilæknar með þekkingu á ópíatafíkn ávísað þeim. Sé um ávísun á forðastungulyf með buprenorfín að ræða er notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun Töfluformið verður að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum. Eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði mega ávísa lyfinu og því geta fleiri sérgreinalæknar en geðlæknar skrifað upp á lyfið ef sýnt er fram á þekkingu og fengið hefur verið til þess leyfi. Lyf Fíkn Tengdar fréttir Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5. október 2022 20:00 OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Diljá Mist lagði fram þá fyrirspurn hvort ráðherra hefði í hyggju að veita læknum heimild til að ávísa ópíóíðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, í þeim tilgang að ýta undir skaðaminnkun. Hér á landi er veitt uppbótarmeðferð við ópíatafíkn með lyfinu buprenorfín sem er bæði til í töfluformi og sem stungulyf. Umrædd lyf eru flokkuð sem leyfisskyld sem þýðir að þau eru kostnaðarsöm og/eða vandmeðfarin. Úr 276 í 438 Í svari Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra er vísað í gögn lyfjanefndar Landspítala sem sýna að árið 2019 var fjöldi einstaklinga í slíkri lyfjameðferð 276 en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Eru þeir aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri og hafa ávísanirnar aðallega verið á höndum sérfræðinga í geðlækningum. Einnig hafa aðrir sérfræðilæknar með þekkingu á ópíatafíkn ávísað þeim. Sé um ávísun á forðastungulyf með buprenorfín að ræða er notkun þeirra bundin við ávísun og gjöf á heilbrigðisstofnun Töfluformið verður að vera skrifað út af læknum með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum. Eingöngu sérfræðingar í tilteknum sjúkdómum eða undirgrein læknisfræði mega ávísa lyfinu og því geta fleiri sérgreinalæknar en geðlæknar skrifað upp á lyfið ef sýnt er fram á þekkingu og fengið hefur verið til þess leyfi.
Lyf Fíkn Tengdar fréttir Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5. október 2022 20:00 OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. 5. október 2022 20:00
OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46