Skoðun

Barna­lán vinstri­stjórnar Fjarða­byggðar

Kristinn Þór Jónasson skrifar

Það er grátbroslegt að fylgjast með fulltrúum vinstristjórnarinnar í Fjarðabyggð velkjast um, eins og rekald í ólgusjó, og reyna að sannfæra íbúa Fjarðabyggðar að gjaldfríar skólamáltíðir séu fyrirfjölskyldurnar og heimilin í Fjarðabyggð.

Blákaldur veruleikinn er hins vegar sá að vinstristjórnin, með bæjarstjórann í broddi fylkingar, eru búin að missa öll tök á rekstri sveitarfélagsins. Reksturinn verður sífellt ósjálfbærari, óráðsían eykst og dæmin eru mýmörg um að varla sé stungið niður skóflu í sveitarfélaginu án þess að það fara langt framyfir áætlanir. Íbúar sveitarfélagsins taka síðan á sig tapið og horfa framá hækkandi gjöld og skatta til að standa undir óráðsíunni og ráðaleysinu. 

En eitt er það mál sem vinstristjórnin hangir á eins og hundar á roði. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir. En gjaldfrjálsar fyrir hvern? Fjölskyldurnar í Fjarðabyggð? 

Staðan á rekstri sveitarfélagsins undir vinstristjórninni er sú að við erum háð yfirdráttarheimild til að sporna við slæmri lausafjárstöðu sveitarfélagsins. Allt stefnir í lántöku í lok árs til að láta sveitarsjóðkoma betur út í fréttatilkynningunni til íbúa um jákvæða afkomu. Til stendur að skerða ýmiskonar þjónustu við íbúa, hækka gjöld og skatta sem einmitt fjölskyldurnar í Fjarðabyggð munu þurfa að taka á sig.

Gjaldfrjálsar máltíðir vinstristjórnarinnar eru pólitískur poppúlismi sem fjölskyldurnar í Fjarðabyggð borga dýru verði og í raun má kalla þetta barnalán. Hér er verið að taka lán hjá börnunum okkar, framtíðar íbúum sveitarfélagsins. Ef þessi óráðsía og vaklanda háttur um sjóði okkar íbúanna heldur áfram, munu börnin okkar þurfa að borga skuldastabbann dýru verði sem framtíðar skattgreiðendur.

Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×