„Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 18:01 Neville segir að Cristiano Ronaldo eigi ekki afurkvæmt hjá Manchester United. Vísir/Getty Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti