Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 08:30 Elliði Snær Viðarsson og bræður hans Arnór Viðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. Samsett/Getty&S2 Sport Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira