Fyrsta jólalag Helga Björns í yfir 25 ár Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 13:00 Gleðipinninn Helgi Björns á eitt vinsælasta jólalag Íslands, Ef ég nenni. Hann sendir nú frá sér fyrsta jólalagið í 25 ár, Gjöf merkt þér. Gleðipinninn Helgi Björnsson er löngu orðinn fastagestur í útvarpstækjum landsmanna hver einustu jól. Helgi hafði hins vegar ekki gefið út nýtt jólalag síðan hann gaf út lagið ódauðlega Ef ég nenni. Nú yfir 25 árum síðar sendir Helgi frá sér glænýtt jólalag, Gjöf merkt þér. „Þeir höfðu samband við mig frá Öldu og spurðu hvort ég vildi taka þátt í þessu. Mér fannst þetta bara mjög skemmtilegt og ég hef hún ekki gert jólalag í 25 ár,“ segir Helgi sem var gestur í Brennslunni í morgun. Lagið samdi Helgi ásamt þeim Einari Lövdahl Gunnlaugssyni og Agli Jónssyni. Upptökustjórn og útsetningar voru í höndum Pálma Ragnars Ásgeirssonar. Textinn hefur að geyma grátbroslega jólasögu um ást og einmanaleika – og er í raun eins og opinskátt bréf frá manni sem verður meyr á aðventunni. „Þetta höfðaði bara til mín. Mér fannst þetta svona skemmtileg lítil jólasaga sem á vel við. Ég gerði þetta síðan svona aðeins að mínu. Þannig small þetta bara og ég vona að þetta verði fólki til ánægju í jólaamstrinu,“ segir Helgi. Á eitt vinsælasta jólalagið en er ekki jólabarn Þrátt fyrir að Íslendingar hugsi gjarnan um Helga Björns í samhengi við jólin, segist hann sjálfur vera afar lítið jólabarn. Hann segir Ef ég nenni, lagið sem kom honum á jólakortið, ekki endilega hafa verið samið sem jólalag. Upprunalega lagið er ítölsk ballaða og í íslenska textanum er aðeins minnst á jólin einu sinni. Lagið var svo gefið út á plötunni Jólagestir 3 og þá var ekki aftur snúið. Sjá einnig: Ítalskur höfundur stærsta jólasmells Íslendinga himinlifandi með viðtökurnar „Ég gerði eitt lag í viðbót þarna á svipuðum tíma sem ég man nú ekki einu sinni hvað heitir. Það poppar svona aðeins upp á jólunum,“ segir Helgi sem á þá við lagið Jólastafrófið. Kalkúnninn alltaf á sínum stað Þegar hann er spurður hvort von sé á fleiri jólalögum frá honum er svarið einfalt: „Nei.“ Þrátt fyrir að Helgi sé lítið jólabarn segist hann þó njóta aðfangadagskvölds. Þá borðar hann kalkún í faðmi fjölskyldunnar. „Það er svona hefð sem við byrjuðum með þegar við hættum að fara til foreldrana. Svo ætluðum við eitthvað að fara breyta því, þá tóku börnin bara fyrir það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Björns í Brennslunni, þar sem hann var spurður spjörunum úr. Klippa: Brennslan - Helgi Björns í yfirheyrslu og frumflytur nýtt jólalag Tónlist Jólalög Brennslan Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Helgi Björns flytur Ef ég nenni Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 15. desember 2021 22:01 Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Baráttan um titilinn var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af fyrsta sætinu. 5. desember 2014 12:04 Helgi Björns borgarlistamaður Reykjavíkur Helgi Björnsson, leikari og tónlistarmaður, var valinn Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2020. Helgi hlaut einnig riddarakross í dag fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar. 17. júní 2020 14:45 Mest lesið Toblerone-ís fyrir tólf Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Smákökurnar hennar ömmu og pissudúkkan Sindri Jól Nágrannar skála á torginu Jól Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
„Þeir höfðu samband við mig frá Öldu og spurðu hvort ég vildi taka þátt í þessu. Mér fannst þetta bara mjög skemmtilegt og ég hef hún ekki gert jólalag í 25 ár,“ segir Helgi sem var gestur í Brennslunni í morgun. Lagið samdi Helgi ásamt þeim Einari Lövdahl Gunnlaugssyni og Agli Jónssyni. Upptökustjórn og útsetningar voru í höndum Pálma Ragnars Ásgeirssonar. Textinn hefur að geyma grátbroslega jólasögu um ást og einmanaleika – og er í raun eins og opinskátt bréf frá manni sem verður meyr á aðventunni. „Þetta höfðaði bara til mín. Mér fannst þetta svona skemmtileg lítil jólasaga sem á vel við. Ég gerði þetta síðan svona aðeins að mínu. Þannig small þetta bara og ég vona að þetta verði fólki til ánægju í jólaamstrinu,“ segir Helgi. Á eitt vinsælasta jólalagið en er ekki jólabarn Þrátt fyrir að Íslendingar hugsi gjarnan um Helga Björns í samhengi við jólin, segist hann sjálfur vera afar lítið jólabarn. Hann segir Ef ég nenni, lagið sem kom honum á jólakortið, ekki endilega hafa verið samið sem jólalag. Upprunalega lagið er ítölsk ballaða og í íslenska textanum er aðeins minnst á jólin einu sinni. Lagið var svo gefið út á plötunni Jólagestir 3 og þá var ekki aftur snúið. Sjá einnig: Ítalskur höfundur stærsta jólasmells Íslendinga himinlifandi með viðtökurnar „Ég gerði eitt lag í viðbót þarna á svipuðum tíma sem ég man nú ekki einu sinni hvað heitir. Það poppar svona aðeins upp á jólunum,“ segir Helgi sem á þá við lagið Jólastafrófið. Kalkúnninn alltaf á sínum stað Þegar hann er spurður hvort von sé á fleiri jólalögum frá honum er svarið einfalt: „Nei.“ Þrátt fyrir að Helgi sé lítið jólabarn segist hann þó njóta aðfangadagskvölds. Þá borðar hann kalkún í faðmi fjölskyldunnar. „Það er svona hefð sem við byrjuðum með þegar við hættum að fara til foreldrana. Svo ætluðum við eitthvað að fara breyta því, þá tóku börnin bara fyrir það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Björns í Brennslunni, þar sem hann var spurður spjörunum úr. Klippa: Brennslan - Helgi Björns í yfirheyrslu og frumflytur nýtt jólalag
Tónlist Jólalög Brennslan Tengdar fréttir Jólalag dagsins: Helgi Björns flytur Ef ég nenni Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 15. desember 2021 22:01 Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Baráttan um titilinn var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af fyrsta sætinu. 5. desember 2014 12:04 Helgi Björns borgarlistamaður Reykjavíkur Helgi Björnsson, leikari og tónlistarmaður, var valinn Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2020. Helgi hlaut einnig riddarakross í dag fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar. 17. júní 2020 14:45 Mest lesið Toblerone-ís fyrir tólf Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Jóladagatal Vísis: Smákökurnar hennar ömmu og pissudúkkan Sindri Jól Nágrannar skála á torginu Jól Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólalag dagsins: Helgi Björns flytur Ef ég nenni Á sjónvarps- og útvarpsvef Vísis má finna fjölmörg hugljúf jólalög sem margir af okkar fremstu listamönnum hafa tekið í gegnum tíðina. 15. desember 2021 22:01
Ef ég nenni er besta íslenska jólalagið Baráttan um titilinn var hörð og missti jólalagið Þú komst með jólin til mín naumlega af fyrsta sætinu. 5. desember 2014 12:04
Helgi Björns borgarlistamaður Reykjavíkur Helgi Björnsson, leikari og tónlistarmaður, var valinn Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2020. Helgi hlaut einnig riddarakross í dag fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar. 17. júní 2020 14:45
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól