Ólöglegar ættleiðingar, ábyrgð stjórnvalda og Íslands Rut Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2022 10:30 Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Breytingar á þeirri umgjörð í málaflokknum hefur meðal annars leitt það af sér að börnin sem hingað til lands koma eru eldri en áður var. Eru í dag yngst að koma tveggja ára gömul, en meðal aldur barna er þó 3-4 ára og elstu börnin sem hafa komið undanfarin ár eru 8 ára. Vissulega hefur það í för með sér að fortíð þessara barna er fleiri áföllum stráð og áskoranir geta verið margar fyrir þá foreldra sem velja sér þessa leið að foreldrahlutverkinu í ljósi fortíðar barnanna. En við getum þó engu að síður, sagt við börnin í dag og foreldra þeirra að það hafi verið tekin ákvörðun fyrir hönd barnanna, sem snéri að því að gera það sem best var fyrir barnið. Barn í dag er ekki ættleitt á milli landa nema að það sé búið að tryggja að líffræðilegt foreldri hefur ekki tök á að hugsa um barnið, nær- og stórfjölskylda hefur einnig ekki tök á því né einhver innan upprunalands barnsins. Það er áfall fyrir barn að flytja landa og jafnvel heimshorna á milli og fyrir suma getur sá viðburður haft áhrif á alla ævi einstaklingsins. Ég get ekki sett mig í þau spor, að uppgötva á fullorðinsárum að sagan um uppruna minn reyndist ekki rétt. Hugrekki hennar Ásu sem kom fram í þáttunum Leitin að upprunanum og sagði okkur sögu sína, situr enn í mínum dýpstu hjartarótum. En hugum að því að hún er ekki sú eina, hingað til lands komu alls 84 börn frá sama landi og Ása, sagan hennar er ekki einsdæmi, þvert á móti. Hingað til virðast stjórnvöld og ráðamenn ekki hafa haft hugrekki í að standa að baki þessum einstaklingum með því að leggjast í að rannsaka hvernig var að öllum þessum málum staðið. Ég skora því á hluteigandi aðila að bregðast nú við með viðeigandi hætti. Bjóða þeim uppkomnu ættleiddu, sem hingað komu á þeim tíma sem ólöglegar ættleiðingar áttu sér stað og vilja skoða sín mál, fullnægjandi þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Það þarf að leggjast í vinnu við að skoða þá starfshætti sem voru til staðar í heimi ættleiðinga hér á landi. Við vitum að sum málanna byggja ekki á löglegum aðferðum og leiðum. Það hefur áhrif á sálarlíf þeirra einstaklinga sem að málinu koma. Ása orðaði þetta vel þegar hún sagði „að í sínu máli kæmi það einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hefði verið staðið að ættleiðingum í Sri Lanka og að hún telji að hluti ábyrgðarinnar liggi hér á landi“ Við Ásu vil ég segja; takk fyrir söguna þína, ég heyri hvað þú ert að segja og er þér hjartanlega sammála. Nú vona að ég fleiri heyri og farið verði í þá vinnu að styðja við og þjónusta hluteigandi aðila. Höfundur er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Íslenskri ættleiðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Líkt og kom fram í þættinum Leitin að upprunanum sem sýnd var nýliðna helgi, hefur Ísland og stjórnvöld hér á landi því miður verið þátttakendur í ólöglegum ættleiðingum erlendis frá og hingað til lands. Sem betur fer í dag, hafa ferlar, lög og reglugerðir breyst og við sem samfélag ásamt Íslenskri ættleiðingu lagt kappsmál á að löglega sé staðið að ættleiðingum hingað til lands. Breytingar á þeirri umgjörð í málaflokknum hefur meðal annars leitt það af sér að börnin sem hingað til lands koma eru eldri en áður var. Eru í dag yngst að koma tveggja ára gömul, en meðal aldur barna er þó 3-4 ára og elstu börnin sem hafa komið undanfarin ár eru 8 ára. Vissulega hefur það í för með sér að fortíð þessara barna er fleiri áföllum stráð og áskoranir geta verið margar fyrir þá foreldra sem velja sér þessa leið að foreldrahlutverkinu í ljósi fortíðar barnanna. En við getum þó engu að síður, sagt við börnin í dag og foreldra þeirra að það hafi verið tekin ákvörðun fyrir hönd barnanna, sem snéri að því að gera það sem best var fyrir barnið. Barn í dag er ekki ættleitt á milli landa nema að það sé búið að tryggja að líffræðilegt foreldri hefur ekki tök á að hugsa um barnið, nær- og stórfjölskylda hefur einnig ekki tök á því né einhver innan upprunalands barnsins. Það er áfall fyrir barn að flytja landa og jafnvel heimshorna á milli og fyrir suma getur sá viðburður haft áhrif á alla ævi einstaklingsins. Ég get ekki sett mig í þau spor, að uppgötva á fullorðinsárum að sagan um uppruna minn reyndist ekki rétt. Hugrekki hennar Ásu sem kom fram í þáttunum Leitin að upprunanum og sagði okkur sögu sína, situr enn í mínum dýpstu hjartarótum. En hugum að því að hún er ekki sú eina, hingað til lands komu alls 84 börn frá sama landi og Ása, sagan hennar er ekki einsdæmi, þvert á móti. Hingað til virðast stjórnvöld og ráðamenn ekki hafa haft hugrekki í að standa að baki þessum einstaklingum með því að leggjast í að rannsaka hvernig var að öllum þessum málum staðið. Ég skora því á hluteigandi aðila að bregðast nú við með viðeigandi hætti. Bjóða þeim uppkomnu ættleiddu, sem hingað komu á þeim tíma sem ólöglegar ættleiðingar áttu sér stað og vilja skoða sín mál, fullnægjandi þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Það þarf að leggjast í vinnu við að skoða þá starfshætti sem voru til staðar í heimi ættleiðinga hér á landi. Við vitum að sum málanna byggja ekki á löglegum aðferðum og leiðum. Það hefur áhrif á sálarlíf þeirra einstaklinga sem að málinu koma. Ása orðaði þetta vel þegar hún sagði „að í sínu máli kæmi það einna verst við hana hversu illa og óheiðarlega hefði verið staðið að ættleiðingum í Sri Lanka og að hún telji að hluti ábyrgðarinnar liggi hér á landi“ Við Ásu vil ég segja; takk fyrir söguna þína, ég heyri hvað þú ert að segja og er þér hjartanlega sammála. Nú vona að ég fleiri heyri og farið verði í þá vinnu að styðja við og þjónusta hluteigandi aðila. Höfundur er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Íslenskri ættleiðingu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun