Enner Valencia skemmdi veisluhöld heimamanna 20. nóvember 2022 18:04 Enner Valencia fagnar hér fyrra marki sínu í leiknum í dag. Vísir/Getty Enner Valencia var hetja Ekvadora í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á heimamönnum. Ekvadorar byrjuðu leikinn betur og Valencia kom boltanum í netið strax á þriðju mínútu en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Gestirnir settu Katara reglulega í vandræði með góðri pressu og heimaliðið, sem flestir hafa spáð erfiðu gengi á mótinu, náðu lítið að halda í boltann. Á 16.mínútu fékk Ekvador síðan vítaspyrnu þegar Enner Valencia slapp í gegn og var felldur af Saad Al Sheeb í marki Katara. Valencia steig sjálfur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Ecuador take the points in our first game at #Qatar2022! @adidasfootball | #FIFAWorldCup— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 20, 2022 Á 31.mínútu skoraði Valencia síðan sitt annað mark með góðum skalla og heimamenn komnir 2-0 undir í fyrri hálfleiknum. Þetta var fimmta mark Valenca á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk á mótinu í Brasilíu árið 2014. Í síðari hálfleik gerðu leikmenn Ekvador svo það sem þurfti til að sigla sigrinum í höfn. Katar gekk illa að halda boltanum en komu sér þó í ágætar stöður í nokkur skipti án þess að skapa sér dauðafæri. Markaskorarinn Valencia fór af velli þegar rúmar tíu mínútur voru eftir og virtist kenna sér meins í hné. Vonandi fyrir Ekvadora að það sé ekki alvarlega. Lokatölur 2-0 í opnunarleiknum og Ekvadorar sýndu að þeir eru mættir til Katar til að gera eitthvað meira en bara að vera með. HM 2022 í Katar
Enner Valencia var hetja Ekvadora í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á heimamönnum. Ekvadorar byrjuðu leikinn betur og Valencia kom boltanum í netið strax á þriðju mínútu en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Gestirnir settu Katara reglulega í vandræði með góðri pressu og heimaliðið, sem flestir hafa spáð erfiðu gengi á mótinu, náðu lítið að halda í boltann. Á 16.mínútu fékk Ekvador síðan vítaspyrnu þegar Enner Valencia slapp í gegn og var felldur af Saad Al Sheeb í marki Katara. Valencia steig sjálfur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Ecuador take the points in our first game at #Qatar2022! @adidasfootball | #FIFAWorldCup— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 20, 2022 Á 31.mínútu skoraði Valencia síðan sitt annað mark með góðum skalla og heimamenn komnir 2-0 undir í fyrri hálfleiknum. Þetta var fimmta mark Valenca á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk á mótinu í Brasilíu árið 2014. Í síðari hálfleik gerðu leikmenn Ekvador svo það sem þurfti til að sigla sigrinum í höfn. Katar gekk illa að halda boltanum en komu sér þó í ágætar stöður í nokkur skipti án þess að skapa sér dauðafæri. Markaskorarinn Valencia fór af velli þegar rúmar tíu mínútur voru eftir og virtist kenna sér meins í hné. Vonandi fyrir Ekvadora að það sé ekki alvarlega. Lokatölur 2-0 í opnunarleiknum og Ekvadorar sýndu að þeir eru mættir til Katar til að gera eitthvað meira en bara að vera með.