Fyrst fór murtan og þá er urriðinn væntanlega á förum líka Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 15:03 Þingvallavatn er einstakt meðal annars vegna þess að þar hafa þrifist fjölmargar ferskvatnsfisktegundir svo sem murta en stofninn er nú hruninn. Murtan er helsta fæða íslandarurriðans sem í vatninu býr. vísir/vilhelm Bjarni Brynjólfsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, er þaulvanur stangveiðimaður til fjölmargra ára og áratuga. Hann telur að brátt geti orðið um ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“ Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“
Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira