Innlent

Fleiri komast að en vilja við Endur­upp­töku­dóm

Bjarki Sigurðsson skrifar
Stefán Geir Þórisson er sá eini sem sótti um embætti dómanda við Endurupptökudóm.
Stefán Geir Þórisson er sá eini sem sótti um embætti dómanda við Endurupptökudóm. Vísir/ÞÞ

Aðeins ein umsókn barst um tvö embætti dómanda við Endurupptökudóm. Dómsmálaráðuneytið mun ákveða um frekari auglýsingu embættanna seinna meir. 

Þann 28. október síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar eitt embætti dómanda og eitt embætti varadómanda við Endurupptökudóm. Umsóknarfresturinn rann út rúmum tveimur vikum síðar, þann 14. nóvember síðastliðinn. 

Einungis ein umsókn barst ráðuneytinu. Hún kom frá Stefáni Geir Þórissyni lögmanni. Umsókn hans hefur verið send dómnefnd sem metur hæfi umsækjenda til meðferðar. 

„Ljóst er að ekki bárust nægilegar margar umsóknir til að skipa í bæði embættin er auglýst voru. Tekin verður ákvörðun um frekari auglýsingu embættanna er dómnefnd hefur lokið mati sínu á þeirri umsókn er barst,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×