Lokasóknin um upprisu Buccaneers: „Hann neitar að deyja þessi gæi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2022 23:01 Tom Brady er enn að leika listir sínar í NFL deildinni. AP Photo/Jason Behnken „Stóru spurningarnar“ voru að venju á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar var farið yfir upprisu Tampa Bay Buccaneers - og Tom Brady, hver væri MVP [verðmætasti leikmaðurinn] og hvort það væri gáfulegt hjá Indianapolis Colts að ráða mann sem var að þjálfa skólalið sonar síns fyrir aðeins nokkrum vikum. Andri Ólafsson sá að venju um að stýra þættinum og spyrja spurninganna. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Segja má að sérfræðingarnir hafi varið á kostum að þessu sinni en þeir voru langt frá því að vera sammála um hver væri MVP deildarinnar að svo stöddu. Fyrsta spurning dagsins var: „Er risinn vaknaður? Eru Tampa Bay Buccaneers vaknaðir?“ Henry Birgir var ekki æstur í að taka þessa spurningu, andvarpaði og spurði Eirík Stefán einfaldlega hvort hann vildi byrja. „Ég held að þeir séu ekki alveg komnir á skrið. Þeir voru að spila á móti sterku Seattle liði sem hefur spilað vel á þessu tímabili. Tom Brady er alltaf Tom Brady en ég hef ekki enn séð nóg til að sýna mér að hann sé kominn aftur,“ sagði Eiríkur Stefán. „Hann neitar að deyja þessi gæi,“ sagði Henry Birgir eftir að halda ágætis ræðu þar sem hann fór yfir af hverju Tamba Bay væru vaknaðir. Hver er fremstur um kapphlaupið um MVP titilinn á þessu ári? „Fyrir mér er það engin spurning, það er einn maður að smóka þessa deild. Josh Allen og þessir gæjar eiga ekki að vera í umræðunni. Sái gæi heitir …,“ sagði Henry Birgir og negldi svo framburðinn á nafni sem er með þeim flóknari í NFL deildinni. „Hættu … ertu að skrifa doktorsritgerð eða?“ spurði Eiríkur Stefán einfaldlega og var augljóslega ekki sammála. Síðasta spurning dagsins sneri svo að ráðningu Jeff Saturday hjá Indianapolis Colts. Svörin við spurningunum þremur má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar NFL Lokasóknin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Andri Ólafsson sá að venju um að stýra þættinum og spyrja spurninganna. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson. Segja má að sérfræðingarnir hafi varið á kostum að þessu sinni en þeir voru langt frá því að vera sammála um hver væri MVP deildarinnar að svo stöddu. Fyrsta spurning dagsins var: „Er risinn vaknaður? Eru Tampa Bay Buccaneers vaknaðir?“ Henry Birgir var ekki æstur í að taka þessa spurningu, andvarpaði og spurði Eirík Stefán einfaldlega hvort hann vildi byrja. „Ég held að þeir séu ekki alveg komnir á skrið. Þeir voru að spila á móti sterku Seattle liði sem hefur spilað vel á þessu tímabili. Tom Brady er alltaf Tom Brady en ég hef ekki enn séð nóg til að sýna mér að hann sé kominn aftur,“ sagði Eiríkur Stefán. „Hann neitar að deyja þessi gæi,“ sagði Henry Birgir eftir að halda ágætis ræðu þar sem hann fór yfir af hverju Tamba Bay væru vaknaðir. Hver er fremstur um kapphlaupið um MVP titilinn á þessu ári? „Fyrir mér er það engin spurning, það er einn maður að smóka þessa deild. Josh Allen og þessir gæjar eiga ekki að vera í umræðunni. Sái gæi heitir …,“ sagði Henry Birgir og negldi svo framburðinn á nafni sem er með þeim flóknari í NFL deildinni. „Hættu … ertu að skrifa doktorsritgerð eða?“ spurði Eiríkur Stefán einfaldlega og var augljóslega ekki sammála. Síðasta spurning dagsins sneri svo að ráðningu Jeff Saturday hjá Indianapolis Colts. Svörin við spurningunum þremur má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar
NFL Lokasóknin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira