Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 13:49 Musk leyfir fólkinu að ráða hvort Trump snúi aftur. Getty/Taylor Hill Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. Donald Trump var bannaður á Twitter í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar á síðasta ári. Trump var með yfir 88 milljónir fylgjenda þegar aðgangi hans var lokað. Trump fór í mál við Twitter vegna bannsins og sakaði hann samfélagsmiðilinn um ritskoðun. Þá vildi hann meina að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði í kjölfar bannsins sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social. Elon Musk hefur ávallt talað um Twitter sem stað þar sem er fullt tjáningarfrelsi. Hann vildi stoppa miðilinn frá því að banna fólk sem ekki væri með rétttrúnaðarskoðanir. Í kjölfar þess að Musk keypti miðilinn hefur hann verið að aflétta banni einstaklinga á miðlinum. Heilaga gralið, Donald Trump, er þó enn eftir og fá notendur Twitter að kjósa um hvort hann fái að snúa aftur. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Kosningin hófst klukkan 47 mínútur yfir miðnætti í gærnótt og hafa þegar þetta er skrifað rúmlega 10,2 milljónir notenda kosið. 52,3 prósent vilja að Trump fái að snúa aftur en 47,7 prósent vilja að banninu verði ekki aflétt. Undir kosninguna skrifaði Musk „Vox Populi, Vox Dei“ sem á íslensku þýðir: Rödd fólksins, rödd Guðs. Enn eru ellefu klukkutíma eftir af kosningunni og líklegt þykir að Musk muni taka ákvörðun um Trumo út frá niðurstöðu hennar. Bandaríkin Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Donald Trump var bannaður á Twitter í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar á síðasta ári. Trump var með yfir 88 milljónir fylgjenda þegar aðgangi hans var lokað. Trump fór í mál við Twitter vegna bannsins og sakaði hann samfélagsmiðilinn um ritskoðun. Þá vildi hann meina að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði í kjölfar bannsins sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social. Elon Musk hefur ávallt talað um Twitter sem stað þar sem er fullt tjáningarfrelsi. Hann vildi stoppa miðilinn frá því að banna fólk sem ekki væri með rétttrúnaðarskoðanir. Í kjölfar þess að Musk keypti miðilinn hefur hann verið að aflétta banni einstaklinga á miðlinum. Heilaga gralið, Donald Trump, er þó enn eftir og fá notendur Twitter að kjósa um hvort hann fái að snúa aftur. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Kosningin hófst klukkan 47 mínútur yfir miðnætti í gærnótt og hafa þegar þetta er skrifað rúmlega 10,2 milljónir notenda kosið. 52,3 prósent vilja að Trump fái að snúa aftur en 47,7 prósent vilja að banninu verði ekki aflétt. Undir kosninguna skrifaði Musk „Vox Populi, Vox Dei“ sem á íslensku þýðir: Rödd fólksins, rödd Guðs. Enn eru ellefu klukkutíma eftir af kosningunni og líklegt þykir að Musk muni taka ákvörðun um Trumo út frá niðurstöðu hennar.
Bandaríkin Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira