Lífið

„Enginn getur allt en við getum öll gert eitthvað“

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigríður Hrund Pétursdóttir í New York.
Sigríður Hrund Pétursdóttir í New York. Aðsend

„Við eigum öll kost á að taka þátt í sjálfbærni sama hvort um er að ræða í stóru eða smáu samhengi“, segir Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastýra og stofnandi Vinnupalla og fjárfestir. Hún segir að góð leið sé að velja sér eitt eða nokkur af sautján sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, vinna með þau í nærumhverfinu og æfa sig síendurtekið.

Sigríður var gestur á G2i2-ráðstefnunni sem haldin var 28. október síðastliðinn hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þar tók hún þátt í pallborðsumræðum sem einkafjárfestir og frumkvöðull. 

„Mikilvægt er að hvert og eitt okkar sé meðvitað um að við búum í alþjóðaþorpi og öll eigum við að vera virkir sjálfbærniþátttakendur í okkar helsta nærumhverfi. Enginn getur allt en við getum öll gert eitthvað. Konur endurspegla helming vinnuafls í heiminum og með markvissum hvötum eins og fjárfestingum og styrkjum til kvenna er hægt að styðja enn frekar við framfarir sem styðja við sjálfbærni,“ segir Sigríður. 

Markmið ráðstefnunnar er að tengja saman ólíka hlutaðeigendur sem og lítil og meðalstór fyrirtæki, fjárfesta, sjóði, stjórnvöld, stórfyrirtæki, félagasamtök og háskóla. Á ráðstefnunni í ár var sérstaklega lögð áhersla á hvernig virkja mætti sameinað átak til framkvæmda til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda sem og kynjaójafnrétti í heiminum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.