Leikur Buffalo Bills og Cleveland Browns hefur verið færður til Detroit en leikurinn er fyrirhugaður á morgun. Ekki var útséð með að leikmönnum Bills tækist að komast yfir til Detroit í tæka tíð.
Eins og sjá má á myndskeiði hér fyrir neðan tóku bæjarbúar í Buffalo sig til og aðstoðuðu leikmenn liðsins við að komast út á flugvöll og sést þar hve gríðarlegt snjómagn hefur safnast saman á undanförnum dögum.
Bills mafia helped send their team off by shoveling snow around Buffalo pic.twitter.com/nDdXshkwrU
— NFL (@NFL) November 19, 2022
Heimavöllur Buffalo Bills, Highmark leikvangurinn, er ekki yfirbyggður líkt og sumir leikvangar í deildinni og hafa þónokkrir snjóleikir farið fram þar í NFL sögunni.
Völlurinn er hins vegar algjörlega ófær eftir ofankomuna undanfarna daga en liðið hefur ekki getað æft í aðdraganda leiksins þar sem leikmenn komust ekki úr híbýlum sínum.
Leikvangurinn í Detroit, Ford Field, er yfirbyggður og nú ljóst að leikurinn mun geta farið fram á tilsettum tíma, þökk sé bæjarbúum í Buffalo.
Update: it's still snowing. #GoBills | #BillsMafia pic.twitter.com/pxyxWzm2tv
— Buffalo Bills (@BuffaloBills) November 19, 2022