Innlent

Skilur þú skilaboðin?: Nenna ekki að skrifa nenna

Snorri Másson skrifar

Í Íslandi í dag á miðvikudag var fjallað um stöðu tungumálsins í ýmsu tilliti. Á meðal dagskrárliða voru skammstafanir í smáskilaboðum ungmenna sem grafnar höfðu verið upp á TikTok.

Margar skammstafanir hafa lengi tíðkast á meðal ungs fólks og eru jafnvel farnar að lifa með eldri kynslóðum eins og „ehv“ í merkingunni „eitthvað.“ En aðrar eru þróaðri og koma eldra fólki spánskt fyrir sjónir.

Hver nennir til dæmis að skrifa „nenna“ þegar maður getur einfaldlega skrifað „nn“? Að skrifa „ekki“ virðist heldur ekki ýkja íþyngjandi í fljótu bragði, en það hefur ekki komið í veg fyrir að ný kynslóð styttir það jafnan í „ek.“

Í Íslandi í dag var fjallað um háþróaðar skammstafanir unga fólksins á samfélagsmiðlum.GettyImages/Samsett

Í innslaginu hér að ofan er farið yfir nokkur dæmi um það sem margir telja yfirgengilegar skammstafanir og könnuð þekking áhorfenda. Þar er að sjálfsögððu líka fjallað um önnur mál líðandi stundar, eins og endranær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×