Erlent

Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Meintur gerandi var sagður yfirbugaður á vettvangi. Mynd tengist frétt ekki beint.
Meintur gerandi var sagður yfirbugaður á vettvangi. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Timothy Abero / EyeEm

Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni.

Lögreglunni í Colorado Springs bárust tilkynningar um skotárásina rétt um miðnætti á laugardagskvöld á staðartíma.

Meintur gerandi var handtekinn og færður á spítala þar sem gert var að sárum hans. Þessu greina KOAA News 5 frá.

Starfsfólk skemmtistaðarins gaf út stutta yfirlýsingu vegna atburðarins fyrr í dag og segjast harmi slegin.

„Hugur okkar og bænir eru hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og vinum. Við þökkum fyrir skjót og hetjuleg viðbrögð gesta sem yfirbuguðu árásarmanninn og stoppuðu þannig árásina,“ segir í yfirlýsingunni.

Lítið annað er vitað að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×