4 dagar í Idol: Sextán ára Emmsjé Gauti heillaði dómara en átti ekki heima í Idol Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 09:02 Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti reyndi fyrir sér í Idol Stjörnuleit þegar hann var 16 ára gamall. Það eru ekki allir sem vita að Emmsjé Gauti, einn allra vinsælasti rappari Íslands, reyndi fyrir sér í Idol Stjörnuleit þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Það var prúðbúinn táningsdrengur með teina sem mætti til leiks á Hótel Loftleiðir fyrir sautján árum síðan. Tveimur árum áður hafði hann tekið þátt í Rímnaflæði, þar sem hann var valinn efnilegasti rapparinn. Nú var hann orðinn 16 ára gamall og hafði því aldur til þess að taka þátt í ennþá stærri keppni, Idol Sjörnuleit. Gauti var þó ekki mættur til þess að syngja, heldur ætlaði hann sér að heilla dómnefndina með rappi eins og honum einum er lagið. Klippa: Emmsjé Gauti - Idol Hvöttu hann til þess að halda áfram að rappa „Ferlega flott en þetta á ekki heima í þessari keppni. En ég segi í guðanna bænum ekki hætta, við þurfum á svona fólki að halda. Takk fyrir,“ sagði dómarinn Bubbi Morthens. Dómnefndin var heilluð en virtist sammála um að rapp ætti ekki heima í þessari keppni. „Þú ert í vitlausri keppni. Þú átt að fara í leiklistarskólann eða halda áfram á þessari braut. Áfram með þig, en sorrí nei,“ sagði dómarinn Páll Óskar. Átti seinna eftir að vinna með dómurunum Emmsjé Gauti átti kannski ekki heima í Idol Stjörnuleit en í dag er hann einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Þess má til gamans geta að dómararnir Sigga Beinteins og Páll Óskar hafa verið gestir Gauta á árlegum jólatónleikum hans. Þá fékk hann Bubba Morthens til þess að spila í brúðkaupinu sínu nú í sumar. Gauti virðist því ekki erfa það neitt sérstaklega við dómnefndina að hafa ekki hleypt sér áfram í Idolinu á sínum tíma. Þá tilkynnti Gauti um helgina að hann væri kominn í samstarf með Idol kynninum Jóhannesi Ásbjörnssyni, sem var annar helmingur tvíeykisins Simma og Jóa. Í tilefni þess rifjaði hann upp þeirra fyrstu kynni, fyrir sautján árum síðan, með skemmtilegri mynd á Instagram. Klippa: Emmsjé Gauti - Malbik (feat. Króli) Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa tilkynnt rangan keppanda Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum. 20. nóvember 2022 09:01 6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19. nóvember 2022 09:02 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Það var prúðbúinn táningsdrengur með teina sem mætti til leiks á Hótel Loftleiðir fyrir sautján árum síðan. Tveimur árum áður hafði hann tekið þátt í Rímnaflæði, þar sem hann var valinn efnilegasti rapparinn. Nú var hann orðinn 16 ára gamall og hafði því aldur til þess að taka þátt í ennþá stærri keppni, Idol Sjörnuleit. Gauti var þó ekki mættur til þess að syngja, heldur ætlaði hann sér að heilla dómnefndina með rappi eins og honum einum er lagið. Klippa: Emmsjé Gauti - Idol Hvöttu hann til þess að halda áfram að rappa „Ferlega flott en þetta á ekki heima í þessari keppni. En ég segi í guðanna bænum ekki hætta, við þurfum á svona fólki að halda. Takk fyrir,“ sagði dómarinn Bubbi Morthens. Dómnefndin var heilluð en virtist sammála um að rapp ætti ekki heima í þessari keppni. „Þú ert í vitlausri keppni. Þú átt að fara í leiklistarskólann eða halda áfram á þessari braut. Áfram með þig, en sorrí nei,“ sagði dómarinn Páll Óskar. Átti seinna eftir að vinna með dómurunum Emmsjé Gauti átti kannski ekki heima í Idol Stjörnuleit en í dag er hann einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Þess má til gamans geta að dómararnir Sigga Beinteins og Páll Óskar hafa verið gestir Gauta á árlegum jólatónleikum hans. Þá fékk hann Bubba Morthens til þess að spila í brúðkaupinu sínu nú í sumar. Gauti virðist því ekki erfa það neitt sérstaklega við dómnefndina að hafa ekki hleypt sér áfram í Idolinu á sínum tíma. Þá tilkynnti Gauti um helgina að hann væri kominn í samstarf með Idol kynninum Jóhannesi Ásbjörnssyni, sem var annar helmingur tvíeykisins Simma og Jóa. Í tilefni þess rifjaði hann upp þeirra fyrstu kynni, fyrir sautján árum síðan, með skemmtilegri mynd á Instagram. Klippa: Emmsjé Gauti - Malbik (feat. Króli) Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa tilkynnt rangan keppanda Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum. 20. nóvember 2022 09:01 6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19. nóvember 2022 09:02 7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01 8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
5 dagar í Idol: Svíður enn að hafa tilkynnt rangan keppanda Þau eru ansi stór fótsporin sem þau Aron Mola og Sigrún Ósk þurfa að feta í í nýrri þáttaröð Idol sem hefur göngu sína á föstudaginn. Kynnarnir Simmi og Jói settu mikinn svip á fyrri þáttaraðir, svo mikinn að þeir voru notaðir sem fordæmi fyrir Idol kynna í öðrum löndum. 20. nóvember 2022 09:01
6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. 19. nóvember 2022 09:02
7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. 18. nóvember 2022 09:01
8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 17. nóvember 2022 09:01