„Hlakka til að þurfa aldrei að keyra þennan bíl aftur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 20:31 Verstappen og Red Bull fögnuðu enn einum sigrinum í síðasta Formúlu 1 móti dagsins í dag. Vísir/Getty Max Verstappen varð hlutskarpastur í síðasta Formúlu 1 keppni ársins sem fram fór í Abu Dhabi í dag. Charles Leclerc náði öðru sæti í keppni ökuþóra en Lewis Hamilton þurfti að hætta keppni vegna vélarbilunar. Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag. Akstursíþróttir Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Sjá meira
Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag.
Akstursíþróttir Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Sjá meira