„Hlakka til að þurfa aldrei að keyra þennan bíl aftur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 20:31 Verstappen og Red Bull fögnuðu enn einum sigrinum í síðasta Formúlu 1 móti dagsins í dag. Vísir/Getty Max Verstappen varð hlutskarpastur í síðasta Formúlu 1 keppni ársins sem fram fór í Abu Dhabi í dag. Charles Leclerc náði öðru sæti í keppni ökuþóra en Lewis Hamilton þurfti að hætta keppni vegna vélarbilunar. Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag. Akstursíþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag.
Akstursíþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira