Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt Árni Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2022 20:28 Maté Dalmay var ánægður með sigurinn en honum fannst liðið sitt hafa getað betur. Vísir / Hulda Margrét Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu. Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í kvöld. „Ég er ánægðastur með það hvað við gerðum betur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Við náðum að halda þessu í 10-15 plús forystu en þetta var ekki fallegt og ekki skemmtilegt.“ Hafði þjálfarinn einhverjar áhyggjur í upphafi leiks þegar sóknarleikur liðsins, í raun og veru beggja liða, var stífur og ekki upp á marga fiska? „Nei nei. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég vonaðist eftir. Ég vissi að við yrðum stirðir með Darwin Davis að koma inn eftir að hafa glímt við meiðsli í sex vikur ásamt landsleikjahléi þar sem lykilmenn voru með landsliðinu. Það tók lengri tíma en ég hélt og fór aðeins að ganga betur í þriðja leikhluta og það komu augnablik af fallegum körfubolta en þetta var ekki gott.“ HAnn var þá spurður að því hvort það hafi ekki verið aðalverkefni hans sem þjálfara að passa upp á að hans menn myndu ekki missa niður dampinn. „Við náttúrlega missum alltaf niður dampinn þegar við komumst í 20 stiga forystu. Burtséð frá því hvernig ég rótera liðinu, stundum var ég aðeins lengur inn á með lykilmenn. Ég prófaði allar útgáfur af róteringunni en það gerðist það sem allir vita, þegar þú kemst 20 stigum yfir þá detta gæðin niður. Við tókum ömurlegar ákvarðanir í sókn og vorum sloppy í vörn og þetta fór alltaf helvíti hratt niður í 13 stig.“ En það hlýtur að vera gott að hafa náð í sigurinn? „Mjög gott. Lífsnauðsynlegt. Við erum 4-2 og svo er það bara Njarðvíki úti næst og við ætlum okkur að vera 5-2 eftir þann leik.“ Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í kvöld. „Ég er ánægðastur með það hvað við gerðum betur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Við náðum að halda þessu í 10-15 plús forystu en þetta var ekki fallegt og ekki skemmtilegt.“ Hafði þjálfarinn einhverjar áhyggjur í upphafi leiks þegar sóknarleikur liðsins, í raun og veru beggja liða, var stífur og ekki upp á marga fiska? „Nei nei. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég vonaðist eftir. Ég vissi að við yrðum stirðir með Darwin Davis að koma inn eftir að hafa glímt við meiðsli í sex vikur ásamt landsleikjahléi þar sem lykilmenn voru með landsliðinu. Það tók lengri tíma en ég hélt og fór aðeins að ganga betur í þriðja leikhluta og það komu augnablik af fallegum körfubolta en þetta var ekki gott.“ HAnn var þá spurður að því hvort það hafi ekki verið aðalverkefni hans sem þjálfara að passa upp á að hans menn myndu ekki missa niður dampinn. „Við náttúrlega missum alltaf niður dampinn þegar við komumst í 20 stiga forystu. Burtséð frá því hvernig ég rótera liðinu, stundum var ég aðeins lengur inn á með lykilmenn. Ég prófaði allar útgáfur af róteringunni en það gerðist það sem allir vita, þegar þú kemst 20 stigum yfir þá detta gæðin niður. Við tókum ömurlegar ákvarðanir í sókn og vorum sloppy í vörn og þetta fór alltaf helvíti hratt niður í 13 stig.“ En það hlýtur að vera gott að hafa náð í sigurinn? „Mjög gott. Lífsnauðsynlegt. Við erum 4-2 og svo er það bara Njarðvíki úti næst og við ætlum okkur að vera 5-2 eftir þann leik.“
Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04